5.10.2008 | 17:58
Áhyggjur páfa
Hvur andskotinn, ekki ætla ég að kveikja á útvarpinu í bráð. Þetta er nú ljóti óskapnaðurinn að fara að lesa úr þessum bækling nónstopp! Það er eiginlega verri hugmynd en lestur Passíusálmana ár hvert í dymbilviku. Ekki það að mér finnist ekki trúarbrögð ágæt, hef meira að segja lesið þessa bók nánast spjaldanna á milli (veðurtepptur, fullur á hóteli á Ísafirði og ekki neitt annað lesefni)án þess að verða fyrir teljandi skaða en að þröngva landslýð til þess að heyra guðsorð, er það ekki full langt gengið? Er það ekki svona eins og á miðöldum, mætirðu ekki daglega í kirkju verðurðu brenndur fyrir trúvillu? Ég held að páfinn ætti að hafa áhyggjur á öðrum hlutum sem standa honum nær. Til dæmis því að allir páfar hafa dáið í starfi. Enginn komist á elliheimili eða getað hafið arðsamari starfsframa hjá einkafyrirtækjum!
![]() |
Páfi hefur áhyggjur af trúleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.