6.10.2008 | 00:44
Ótíðindi, dauði, hremmingar, kreppa, sjálfsmorð...
Verðandi frú Kreppa kom heim með fullt af kynvillingum. Einn frá þýskalandi, einn frá Svíþjóð (angandi af hárspeyi og með klippingu eins og Rod Stewart) og svo gamla herfu frá landi Engla. allt fatahönnuðir. Og ekki bara að þetta lið talaði mig í kaf, heldur drakk það frá mér allt koníak, viskí, gin og bjór svo nú er ekkert eftir í kotinu nema vatn. En þetta skaðræðis fólk er farið og ég er að hugsa um að negla aftur útidyrnar svo það eigi ekki innangengt í bráð.
Um leið og verðandi frú Kreppa kom inn með gestina dró hún mig afsíðis og spurði hversu drukkinn ég væri og hvort ég gæti hagað mér eins og maður og skeft því að móðga gestina? Því að hún ætti talsvert undir þessum kynvillinga og gamalmennaflokki komið. Ég lofaði því og sat bara og þagði og prumpaði (vondur kvöldmatur- pestó og brauð) og sat á strák mínum og brosti. Og leit öðru hvoru á klukkuna og fannst tíminn lengi að líða. Og svo fór þetta lið þegar allt bús var uppdrukkið og núna líður mér eins og ríkinu. Ég þarf að biðla til vinaþjóða eða vinabloggara um að fá sendingu af áfengi í gegnum netið. Ef það er hægt. Sem ég efast um. Best að ég fari að sofa. Það er allt farið til fjandans hérna eins og heim á Íslandi. Ég segi mig á sveitina á morgunn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.