6.10.2008 | 18:16
Innleiða gapastokka
Staða bankanna mundi batna ef sett væri í lög að komi einhver piltungi til starfa hjá banka og vilji fá 300 milljónkróna eingreiðslu fyrir bankastjórastólinn sinn, skuli hann tafarlaust tekinn og velt upp úr tjöru og settur í gapastokk fyrir græðgina. Enda er það að sýna sig núna að þótt fólk hafi verið á milljarðalaunum við það að þenja út íslenska bankakerfið hafi það alls ekki verið starfi sínu vaxið. Sem var svo sem auðséð frá upphafi.
![]() |
Neyðarlög sett í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.