6.10.2008 | 18:24
Ávarp mitt til þjóðarinnar
Ég er að hugsa um að flytja þjóðinni ávarp. Tek það upp á vél og skelli á youtube.com. Þar ætla ég að hvetja til stillingar á þessum síðustu og verstu tímum. Að það þýði ekki að leggjast í depurð og drunga þótt að fjármálkerfið hafi farið til fjandans. Ég ætla að benda á að enn sé flutt inn rauðvín og enn sé hægt að sækja um styrki í Kreppusjóð sem er allur í evrum og hafi því gildnað ennþá meira í dag við hrun krónunnar. Auk þess sem klinki var bætt í hann. Ég er að hugsa um að biðja fólk að íhuga brottflutning frá landi, líki það ekki við ástandið. Og flytja bara aftur til Noregs. Þaðan komum við og við getum litið á það sem svo að við höfum bara verið í sumarfríi á Íslandi. Leiðinda sumarfríi í vætutíð og harðindum og því sé löngu tímabært að fara heim aftur og henda öllum myndunum frá þessu fríi. Það var algjörlega misheppnað.
![]() |
Forsætisráðherra flytur ávarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ávarpið! Er ennþá að bíða...........
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 22:20
Datt í það og gleymdi því að ávarpa þjóðina. Ég er sannur Þjóðhöfðingi.
Kreppumaður, 7.10.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.