6.10.2008 | 18:58
Flýtur á meðan ekki sekkur
Nú á að bjarga því sem bjargað verður. Ef ég væri skipstjóri á þessari skútu þá væri ég kominn í bátana með flösku af einhverju sterku og björgunarbelti um mig miðjan en það er vegna þess að ég er ekkert sérlega góður skipstjóri og ætti von á því að sigla í strand. Svo samlíkingin haldi áfram er það sem er að gerast á Íslandi sambærilegt við Titanic slysið, við steyttum á Ísjaka og það eru ekki næg pláss í bátunum fyrir alla og lítil von um björgun svo einhverjir munu drukkna. En ekki þeir ríku. Þeir komust flestir í bátana og líka stjórnendur skipsins Nema sá sem smíðaði það og skipstjórinn. Þeir sáu sóma sinn í því að fara með því niður. Og var það ekki Davíð sem smíðaði þessa útþensluáætlun okkar og hið Íslenska góðæri? Á hann þá ekki að fara í sjóinn - með Geir? Ég veit að ég er ekki á leið í sjóinn enda kann ég því illa að busla þar um í kulda og innan um skötur og hákarla en það er bara vegna þess að ég hef aldrei verið farþegi á þessu skipi Ísland RE. Frekar svona laumufarþegi. Og best að koma ekkert til baka. En ég ætla að sjá myndina um Íslandsslysið, vonandi verður bara ekki svona viðbjóðslega væmið lag í henni eins og Titanic!
![]() |
Skuldir bankanna þjóðinni ofviða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kreppumaður: Ég leitaði eins og óður maður í færslunum þínum og fann ekki eina þar sem áfengi kom ekki við sögu.
Annaðhvort ertu farin að selja eða brugga OR youre in need of help
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 19:12
Hahaha... Kannski ætti ég að gera eins og aðrir fullorðnir menn og fá mér launaða dagvinnu? Það yrði mér kannski til bjargar?
Kreppumaður, 6.10.2008 kl. 19:15
Koma þarf upp fleirri möguleikum á áfengismeðferðum hjá SÁÁ-
Brynjar Jóhannsson, 6.10.2008 kl. 19:18
Það er hugmynd Kreppi en... ég veit það sem fyrrverandi ötul fyllibytta að vinna slítur gjörsamlega í sundur fyrir manni daginn, sem á notast til að dreypa á guðaveigunum. Frusssssssssssss
Brylli: Góður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 19:21
Bíddu á ekki að vera með sérsniðna meðferð fyrir mig? Alltaf er ég skilinn útundan!!!
Kreppumaður, 6.10.2008 kl. 19:21
Ertu að segja mér drengur að þú hafir aldrei á Vog komið?
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 19:23
Gott Jenný, þá sæki ég ekki um sem pizzabakari eða götusópari. Gott að vita að það yrði til þess að ég gæti ekki setið yfir vínglasi og glott af óförum landa minna.
Kreppumaður, 6.10.2008 kl. 19:25
Hahaha, við erum ekki í takt. Sko ég pósta athugasemd, þú líka á sömu sekúndu. Fokk hvað tæknin er að "stríða" okkur.
Drekktu eins og þú getur, það er tíminn til þess, allt að fara til helvítis.
Skál í boðinu (ég í sódavatni ofkors).
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 19:28
Nei aldrei á Vog komið en sendi litla bróðir þangað einu sinni til að tékka á stelpunum þar og hann sagði að stemningin hefðir verið heldur dauf fyrir okkar smekk. Á ekki von á því að það hafi nokkuð breyst.
Já, það er tæknikreppa hjá okkur. Best að leysa hana með því að hella smá rauðvíni yfir lyklaborðið... skál Jenný!!!
Kreppumaður, 6.10.2008 kl. 19:30
Svona miðað við að þegar ég les blogg þitt... þá er nú Vogur sér hannaður fyrir þig
Brynjar Jóhannsson, 6.10.2008 kl. 19:59
Er rauðvín í vatnsleiðslunum þar?
Kreppumaður, 6.10.2008 kl. 20:01
Hehe, það má nota þig í jólasósuna ef ekki vill betur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 20:43
Allt að fara til fjandans á Íslandi og þið missið ykkur yfir þessu eina púrtvínsglasi sem ég laumast til þess að drekka um jólin. En kannski er best að dreifa huganum þannig og hnýta í manngarminn mig.
Kreppumaður, 6.10.2008 kl. 20:47
Þú ert dúlla.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 20:49
Þú skalt sko ekki halda það Jenný, ég er fantur og er að fara illa með þig í nýjustu bloggfærslu minni...
Kreppumaður, 6.10.2008 kl. 20:59
Skál í boðinu eða var það skæl boðinu með tárahvarma ég helli í glasið mitt...
Landi, 6.10.2008 kl. 22:17
Skál í landa, Landi...
Kreppumaður, 7.10.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.