6.10.2008 | 20:58
Þjóðin er pirruð, hver verndar mig?
Þjóðin er pirruð, það fer ekki á milli mála. Og á hverjum skildi það bitna? Ráðamönnum og bankastjórum? Nei, á mér! Tveir virtir og vandaðir bloggarar hafa gert atlögu að mér í athugasemdakerfinu mínu og vilja að ég taki mig saman í andlitinu og haldi sem fyrst í áfengismeðferð. Ég mundi skilja það ef ég hefði stýrt efnahag Íslands fullur að ég þyrfti að gjalda þess á einhvern hátt en ég hef ekki komið nálægt því nema með óbeinum hætti, sem virkur neytandi á ofurtolluðum innflutningsvörum. Ég sem hélt að ég ætti hrós skilið fyrir að stuðla að því að fé kæmi í ríkiskassann en svo er ekki. Núna er eflaust verið að fara fram á sjálfræðissviptingu og ég enda á því að vera fluttur í böndum á lokaða geðdeild, svo að með tíð og tíma ég nái tökum á stjórnleysinu. Ég sem hélt að allur almenningur ætlaði að fara að standa saman og einbeita sér að því að ausa aur yfir stjórnmálamenn og bankablækur, nei þá bitnar pirringurinn á saklausa mér!
![]() |
Verndum hagsmuni almennings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allir edrú frá og með morgundeginum.
Þetta gengur ekki lengur þú súpandi bóhem.
Skammastín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 21:16
Ég forherðist bara og verð sannfærari um að ég sé á réttri leið með mitt líf. En eins og ástandið er á Íslandi þá verða þeir sem hafa efni á því að drekka teljandi á fingrum annarrar handar...
Kreppumaður, 6.10.2008 kl. 21:21
Ókei, ég gefst upp, enda hefur þú rétt fyrir þér, í helvítis kreppunni munu allir drekka hárvatn eða dropa.
Sjúkkit hvað ég er fegin að hafa farið í meðferð, drakk bara eðalvín.
Ertu utanlands? Ef svo er þá ertu heppinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 21:26
Já, sem betur fer þarf ég ekki að kveljast heima á klakanum. En þegar evran hækkar um 20 kall á milli drykkja, (sem fær rauðvíns glasið til þess að fara frá 775 íkr í 875 íkr og drykki maður á sama bara til lokunnar þá yrði glasið sennilega á 2000 kall!) þá fer maður að íhuga hvort ekki sé rétt að grafa allt sitt fé í jörðu?
Kreppumaður, 6.10.2008 kl. 21:35
Halló, halló augnablik!Vorum við ekki búina að tala okkur saman um það að þú værir betri aðeins í glasi ha?
Meðferð hvað, nei ekki þú!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 22:00
En ef við snúum þessu yfir í "virka" áfengismeðferð sem verður ekki á vogi heldur á VOGUM fullum af víni ? Með öðrum orðum að þú heldur áfram þinnni áfengismeðferð á sjálfum þér eins og ekkert hafi í skorist.
Hljómar það fýsilegra ?
Brynjar Jóhannsson, 6.10.2008 kl. 23:44
Datt nú hér inn af tilviljun. Bloggheimurinn kemur manni sífellt á óvart :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.10.2008 kl. 05:34
Gott að vita það að fólk vill hafa mig drukkinn...
Kreppumaður, 7.10.2008 kl. 14:37
Hafa þig bara eins og þú ert drukkinn eða ódrukkinn!
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 14:42
Tekur því ekki að fara að breytast úr þessu... er orðinn það fullorðin og lítið eftir. Sæki um í Seljahlíð en ekki á Vogi. Skilst að það séu líka styttri biðlistar eftir plássi á gamalmennahælum en í meðferð...
Kreppumaður, 7.10.2008 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.