Fæst gefins...

Geir gleymdi að bæta þessu við eða auglýsa í smáauglýsingum undir ,,fæst gefins":  Veðursæl Eyja á besta stað.  Með nokkrum jöklum og fullt af stórum jeppum.  Íbúar um 300þúsund en fer fækkandi.  Fæst gefins gegn yfirtöku lána.  Gæti hentað vel Rússneskum einvöldum eða auðugum aröbum...
 
Ég hefði lagt inn tilboð enda er ég í viðskiptum við eina bankann á Íslandi sem er ennþá starfhæfur, að hluta, án þess að senditíkur Ríkisstjórnarinnar sé að vasast þar í pappírsflóðinu.  Er alveg vissum að einhver mundi skrifa upp á lánið hjá mér.   
 

mbl.is Viðskipti milli landa verða tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Binnan

ég mæli með að við hendum eyjunni á E-bay og sjáum hvað við fáum fyrir hana!

Binnan, 8.10.2008 kl. 16:51

2 Smámynd: Kreppumaður

Mér datt það líka í hug en það verður að vera einhver sem á meira en þúsund kall sem kaupir skerið!

Kreppumaður, 8.10.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband