8.10.2008 | 16:50
Fjórfalt húrra fyrir forseta vorum!
Gegn láninu fá þeir afnot af herflugvellinum á Keflavík og það verður bara byrjunin á því að við sameinumst Rússum og verðum eitt af fylkjunum þar. Þá mun nú allt verða með besta móti hér. Mafían kaupir bankana og borgar fyrir með vodka. Og Íslendingar þurfa aldrei oftar að vinna í fiski eða öðrum lálauna óþrifastörfum því framboð af harðduglegum steppubúum verður nóg. Við verðum milljóna þjóð og hinir upprunalegu Íslendingar, bara svona skemmtilegt og sérviturt þjóðarbrot í hinu mikla Rússneska ríki. Og þá þora Bretar ekki lengur að ybba gogg við okkur, því að við verðum einfaldlega ekki lengur til og enginn vill ergja öfgafulla Rússa! Ekki sá ég þetta fyrir? Ég hélt alltaf að við mundum enda sem 53 fylkið í Bandaríkjunum. Mikið kemur heimurinn manni alltaf skemmtilega á óvart. Ég er að hugsa um að skella mér á Rússneskunámskeið og hengja upp þessa mynd í stofunni, af hinum nýja einvaldi okkar. Sú gamla af Davíð sem hefur vakað yfir mér í næstum 20 ár, fer beint í ruslið.
![]() |
Fundur um rússneskt lán á þriðjudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hver áttu að vera hin tvö ríkin á undan okkur.!!! eins og er þá eru Bandaríki Norður Ameríku ekki nema 50. Vildi bara benda góðfúslega á þetta en þetta hefði nú samt sem áður maður af þínu kaliberi að vita. Er það ekki?
Gunnar B (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 17:13
Bretland og Kanada auðvitað... En já, þarna hljóp ég á mig. Og viðurkenni það góðfúslega enda ekki neinu sérstöku stóru kalíberi er eiginlega vatnsbyssa, fyrst við erum að nota samlíkingar sótt til skotvopna...
Kreppumaður, 8.10.2008 kl. 17:16
Hvar get ég lært rússnesku????????
Jón Ragnar Björnsson, 8.10.2008 kl. 17:45
Námsflokkarnir hljóta að bjóða upp á svoleiðis! En ég hafði hugsað mér svona disk í tölvuna eða eitthvað... ?
Kreppumaður, 8.10.2008 kl. 17:48
Hvað er gordon eiginlega að rífa kjaft við okkur RÚSSA
......
Við gætum valtað yfir þá með okkar gífurlega herliði...
Brynjar Jóhannsson, 8.10.2008 kl. 18:05
Við njúkum London ef þeir hætta ekki að rífa kjaft þessar bleyður!
Kreppumaður, 8.10.2008 kl. 18:07
Já, nú líkar mér við ykkur.
Leggjum London og nærsveitir undir okkar rússneska heimsveldi og setjum neyðarlög um rússneskukennslu í öllum enskum skólum.
Jón Ragnar Björnsson, 8.10.2008 kl. 20:39
Já, fyrst að hreppstjóri þeirra þarna í fyrrum nýlendu okkar var að rífa kjaft, verður hann að passa sig á því að við förum ekki að koma fram við þá eins og fyrir þúsund árum...
Kreppumaður, 8.10.2008 kl. 20:42
Setjum þegar í stað arftaka Lawrentiy Pavlovich Beria í málið, hm!
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:18
Og ofsækjum Englendinga sem aldrei fyrr...
Kreppumaður, 9.10.2008 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.