8.10.2008 | 17:34
Nágrannaskot
Einu sinni kynntist ég stúlku sem bjó á hæðinni fyrir neðan mig örlítið meira en góðu hófi gegnir. Það byrjaði með því að ég lánaði henni eitt kvöld fyrir sígarettum og varð til þess að hún fór stundum að banka upp á hjá mér og leitast eftir félagsskap. Ég hafði ekki neitt á móti því til þess að byrja með en þegar hún vildi að við yrðum meira en vinir og fór auk þess líka (að mér fannst) að sitja fyrir mér úti á götu, á börum, búðinni, sá ég í hvað stefndi: katastrófu! Þá var stúlkan farin að kynna sig sem kærustuna mín og hringja í keppinauta sína (hvort sem þeir voru það eða ekki) og biðja þær um að halda sér frá mér annars hlytu þær verra af! Sumar þessara stúlkna sem hún hringdi í voru mér nánast ókunnugar, aðrar vinkonur og alltaf þurfti ég svo að sverja þessa konu af mér. Enda fór svo að ég sá mér þann kostinn vænlegastan að flytja í hinn endann á miðbænum. Þá var reyndar búið að loka stúlkuna inni á sjúkrahúsi og taka af henni leyfi til þess að hringja því að hún var haldinn einhverri sjúklegri þráhyggju gagnvart mér. Sem betur fer virðast lyf og læknar hafa hjálpað henni því að mörgum mánuðum eftir að hún lagði mig í nánast einelti, sendi hún mér bréf og baðst afsökunar.
![]() |
Voru nágrannar í 17 ár en ástin kviknaði á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æj stúlku greyjið.
Ragga (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 18:16
Tvöföld óhamingja - verða skotin í mér og lenda á spítala!
Kreppumaður, 8.10.2008 kl. 18:25
Hrikalegt!
Ragga (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 18:26
Segjum NEI við ofbeldi gegn konum.
Þetta er ekkert annað en nettæling og niðurlæging á konum.
Guðrún (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 08:29
Ég ekki skilja?
Kreppumaður, 9.10.2008 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.