Lýst er eftir forseta Íslands!

Hvar er sá sem á að sameina þjóðina á sundrungartímum?  Er hann búinn að opna munninn til þess að stappa í okkur stálinu og róa niður?  Eða er hann kannski flúinn úr landi með vinum sínum auðmönnunum?  Ef ég man rétt þá hélt ég að hlutverk hans væri að vera sameiningartákn þjóðarinnar?  Eða er hann kannski nú þegar búinn að sætta sig við það að vera ekkert annað en hreppstjóri í Rússneskum hrepp og er því upptekinn við að láta skraddara sauma á sig viðeigandi þjóðbúning?  Eða er hann kannski alltaf að koma fram og faðma að sér bágstadda en fjölmiðlar greina ekki frá því enda ómerkilegt að skrifa frétt um mann að gegna sínu starfi?  Eða er ég bara svona illa læs að þetta fer allt framhjá mér?  Leiðréttið mig ef svo er, þá bið ég forsetan afsökunar.  Ef ekki, þá mun ég telja að hann sé úti í London að hugga vini sína auðmennina inni á einhverjum fínum billjóneraklúbb!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Núna heitir þessi klúbbur reyndar  mínus FIMM billjóneraklúbburinn

Brynjar Jóhannsson, 8.10.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Kreppumaður

Hvar ætli maður sæki um aðild?  Ég hlít að geta komið mér í smá mínus á stuttum tíma...

Kreppumaður, 8.10.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ja... Ef þú villt komast í náumunda við þessa menn í framtíðinni þá legg ég til að þú sækir um vinnu á Kvíabryggju.

Brynjar Jóhannsson, 8.10.2008 kl. 23:44

4 Smámynd: Kreppumaður

Sem fangavörður eða fangi?  Ég reyndar nenni ekki að vinna....

Kreppumaður, 9.10.2008 kl. 01:04

5 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Forseti Íslands hefur sagt upp störfum og gerðist tryllukarl í Örfyrisey, enda fínn seðill í því...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 9.10.2008 kl. 08:56

6 Smámynd: Kreppumaður

Fylgjum fordæmi hans og stundum sjálfsþurftarbúskap...

Kreppumaður, 9.10.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband