10.10.2008 | 14:10
Nígeríusvindl
Ég vorkenni almönnum starfsmönnum Landsbankans sem misst hafa vinnuna en bankastjórum og öðrum yfirmönnum sem brátt þurfa að standa í biðröð hjá mæðrastyrksnefnd vorkenni ég lítið sem ekki neitt. Þeir virðast hafa hagað sér eins og Nígeríumenn sem stundum senda mér tölvupóst og vilja að ég hjálpi þeim að koma undan gullsjóðum. Nema bara að Íslenskir bankamenn, stunduðu svindl og svik í útlöndum í stærra mæli en áður hefur þekkst. Og í svo flottu dulargerfi að fólk lét blekkjast. Og ef það er rétt sem sá armi þræll Brown heldur fram, að íslenskir auðmenn hafi flutt peninga í gámum til landsins síðustu daga, þá hafa þeir haft af heiminum talsvert meiri pening en þegar Nígeríusvindlarar reyna að komast yfir örfáa dollara í gegnum email...
![]() |
Bankamenn í tilfinningarússi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í þessu ljósi er hægt að skilja viðbrögð Brown
Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 14:25
Ég veit, hann skammast sín fyrir það að hafa verið svo vitlaus að senda okkur sparifé sitt og hélt að hann ætti von á fimmfaldri summunni til baka...
Kreppumaður, 10.10.2008 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.