Píslarganga þjóðar og hefnd

Nú hefur Íslenskuþjóðin setið í myrkri dýflissu og mátað höfuðið á höggstokknum, sér til gamans eins og Jón Hreggviðsson gerði er hann átti von á því að höfuðið yrðir skilið frá bolnum.  En karlinn lifði það ekki bara að verða allra karla elstur, heldur líka að koma ár sinni vel fyrir borð.  Það er það sem Íslendingar eiga að gera núna.  Halda í sína löngu píslargöngu, þar sem við kunnum að þurfa að þola meiri tukthúsvist, högg, spörk og hráka, eins og áðurnefndur Jón en snú svo til baka til þess að fá uppreisn æru í formi enn stærri og öflugri banka.  Banka sem í fyllingu tímans munu kaupa allt sem til sölu er í Bretlandi, líka atkvæði almúgans.  Þá getum við sett af menn eins og Brown og látið taka niður öll opinber málverk af honum, stroka valdatímabil hans útúr sögubókum, banna nafnið Brown, grafa upp lík hans (ef hann verður dauður) og vindþurrka það og selja sem skreið og í raun og veru niðurlægja Breta á sem flestan hátt.  Það sem við höfum verið að gera Dönum undanfarið (með því að riðlast á hagkerfi þeirra og heimamarkaði) er bara æfing.  Yfirtaka okkar á Bretlandi hlýtur að vera lokatakmarkið.   Þá geta þeir sungið:  ,, god save the Icelandic banks..."

mbl.is Brown gekk allt of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Líney

Upp með húmorinn

Líney, 10.10.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Kreppumaður

Ertu að segja að ég sé ekkert fyndinn!

Kreppumaður, 10.10.2008 kl. 18:36

3 identicon

þú ert fyndinn..........það þýðir ekkert að fara að efast um eigið ágæti á ögurstundu!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 18:40

4 Smámynd: Kreppumaður

Ég hef aldrei efast um eigið ágæti.  Bara allir aðrir.

Kreppumaður, 10.10.2008 kl. 19:15

5 identicon

Ætlaði að fara að segja það, sá eini sem er með bólgnara sjálfsmat en ég!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 19:27

6 Smámynd: Kreppumaður

Það er af því að ég er alltaf fullur og sé ekki sannleikann....

Kreppumaður, 10.10.2008 kl. 21:01

7 identicon

já já ég held að þú sért ekkert alltaf fullur, skýlir þér bara á bak við það!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 21:46

8 Smámynd: Kreppumaður

Það hefur runnið af mér á mánudögum.  Og jafnvel þriðjudögum líka...

Kreppumaður, 11.10.2008 kl. 00:30

9 identicon

Steina: "Heldur er nú tekið að saxast á limina hans Björns míns!"

Bjössi: "Einn er þó eftir, og væri hann betur af, kerling!"

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 17:12

10 Smámynd: Kreppumaður

Ég mundi taka undir þetta Guðmundur, ef ég væri sá amlóði Karl Bretaprins...

Kreppumaður, 12.10.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband