11.10.2008 | 20:42
Þú skalt ekki Davíð lasta...
Svo mikil eru völd Davíðs að þeir sem dirfast að tala gegn honum eru innan klukkustunda skikkaðir til þess að koma fram í fjölmiðlum og draga úr skaðanum og segjast alsekki hafa sagt neitt vont um einvaldinn. Það borgar sig ekki að gagnrýna þá sem eru meiri og stærri en maður sjálfur. Ég kynntist því í grunnskóla þegar ég var alltaf með kjaft við þá sem voru heimskir en því miður stórir og lumbruðu því oft hressilega á mér eftir skóla eða í frímínútum. Sennilega var það út af því sem ég þreifst ekki í stórum hópum sem lutu einum foringja. Sennilega er það út af því sem ég hef ekki áhuga á pólitík. Sennilega er það út af því sem enginn þolir mig lengur en í tíu mínútur... En ég þarf aldrei að koma eins og barinn hundur og biðjast afsökunar á því sem ég hef sagt.
![]() |
Ekki gagnrýni á Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.