Fæ mér staurfót

Það hefur aldrei verið eins gaman að vera Íslendingur og síðustu daga.  Allir bera fyrir manni óttablandna virðingu og forðast að rífa kjaft, af ótta við að snúi þeir í mann baki, tæmi maður vasa þeirra og bankainnistæður með það sama.  Það virðist ríkja almennur misskilningur með það að við séum einhverskonar sjóræningjaþjóð sem ræni fólk í skjóli svikabanka.  Mér leiðist það ekkert.  Mér hefur alltaf þótt sjóræningjar svolítið svalir og ég er að hugsa um að láta taka af mér aðra löppina og fá mér staurfót.  En ekki fyrr en ég  er  búinn að fara út að skokka.

mbl.is Ísland enn í kastljósinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymdir auganu! Þú verður að taka eitt auga úr og fá þér lepp! Alvöru sjóræningi er með lepp!

Og ef þú ert í kominn í þennan  gír höggva höndina af líka og fá þér krók!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Kreppumaður

Ég hlýði.  Og flösku af rommi.  Nú hef ég ástæðu til þess að bölva og ragna og vera sífullur!

Kreppumaður, 12.10.2008 kl. 09:19

3 identicon

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 09:27

4 Smámynd: Kreppumaður

Burt með þessa broskarla af sjóræningjablogginu mínu... harrrrvvvv.....

Kreppumaður, 12.10.2008 kl. 09:30

5 identicon

Sammála! Komaso, sjú, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 16:55

6 Smámynd: Kreppumaður

Ekki vera of sammála mér Guðmundur, annars verður þú sjanghæjaður um borð...  harrvvvv....

Kreppumaður, 12.10.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband