12.10.2008 | 11:46
Helvítis Íslendingar
Þetta hlýtur að vera Íslendingum að kenna. Við hljótum að hafa grafið undan bönkunum þeirra með óreiðuhætti okkar. Efnahagslega hryðjuverkið sem Íslendingar frömdu á Bretum, er núna að fara að ná hámarki. Tveir bankar fallnir svona eins og turnarnir tveir í New York um árið. Og fleiri munu hrynja og svo koll af kolli þangað til Bretland verður ein rjúkandi rúst með til heyrandi glundroða og örvæntingu. Nú fá Bretar að kynnast því hvernig það er að vera Íslendingur og við Íslendingar fáum eflaust yfir okkur enn verri holskeflu af hatri en í síðustu viku.
![]() |
Breskir bankar yfirteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tessi viðbjóðs tjóð er sú eina sem hefur gert innrás í okkar land. Ég hef enga samúð með tessum aumingjum. Tetta eru vesalingar að upplagi. Eftir stríð var allt í rugli tarna um 1955 til 1957. Enn í Týskalandi var allt í góðu efnahagurinn,herinn og allt var í uppsveiflu! Algjörir aumingjar
ómar (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 12:28
Og með konungsfjölskyldu sem er svo ljót og úrkynjuð af því að eignast börn með nánustu ættingjum sínum að það hálfa væri nóg. Nú fer allt í tjón hjá þeim, atvinnuleysi og svo verkföll, ástand eins og ég man eftir að var í Bretlandi þegar ég var ungur...
Kreppumaður, 12.10.2008 kl. 12:33
Hjá mér býr ensk stúlka og hún er fegin að vera frekar hér á Íslandi en í Englandi. Þar hefur borið á vöruskorti í verslunum og hennar fjölskylda býst við að allt fari til fjandans þarna úti. Hún talar meira að segja um að kannski komi hennar fólk til með að flytjast til Íslands til að hafa það betra en þarna úti svo ekki eru nú alla vegana sumir Englendingar bjartsýnir á ástandið hjá þeim.
Þórhildur (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 13:52
Og halda þeir virkilega að þeir séu velkomnir til Íslands!?
Ætli við séum ekki að stefna inn í langvarandi heimskreppu. Hún byrjar hérna í Evrópu og svo fer allt til fjandans í Asíu eftir viku.
Kreppumaður, 12.10.2008 kl. 14:05
#1: Ísland.
#2: Bretland.
#3: ???
...
#?: USA !
...
Heyriði hljóðið? Það eru dómínókubbarnir eru byrjaðir að falla...
Guðmundur Ásgeirsson, 12.10.2008 kl. 23:07
Ég kann vel við það hljóð!
Kreppumaður, 13.10.2008 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.