12.10.2008 | 14:04
Lagerstjóri og lyftarakarl
Ég er að hugsa um að horfa aftur á Silfur Egils þáttinn sem var í loftinu rétt áðan. Það gladdi mig að ef Ragnar Jörundarson hefur rétt fyrir sér, verð ég löngu dauður þegar næsta kreppa ríður yfir og þarf því ekki að fá röð hjartaáfalla yfir eignamissi en í raun og veru langar mig bara til þess að horfa á Jón Ásgeir, svell kaldan lýsa því ítrekað yfir að hann bæri nánast enga ábyrgð á því sem gerðist. Og að hann ætti engar eignir nein staðar og væri tilbúinn til þess að vinna á lyftara. Nú hef ég takmark í lífinu. Að verða lagerstjóri og hafa Jón sem lyftarakarl hjá mér. Og bossast með hann endalaust. Draga af honum hverja einustu mínútu sem hann slórar, finna að öllu sem hann gerir, rétt sem rangt og senda hann heim ef ég kemst af því að hann hafi verið að sulla í einhverju brennivíni á Hótel 101, daginn fyrir vinnu... Ég held að Jón Ásgeir og nokkrir fleiri séu glæpa menn af alveg áður óþekktri stærðargráðu og jafn vel þótt að það væri hægt að sanna á þá ásetning með gjörðum sínum og finna það fé sem þeir hafa skotið undan og falið, tæki það eflaust réttarkerfið tugi ára að undirbúa málssókn á hendur þeim. Svo flóknir og viðamiklir virðast glæpir þeirra vera.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.