12.10.2008 | 14:58
Ég er ekki reiður
Ég er ekki reiður út í Jón. Ég er ekki reiður út í Brown. Eða Davíð eða Björgólf eða Geir eða nokkurn lifandi mann. Það er af því að ég er svo yfirvegaður og þroskaður maður að ekkert getur raskað ró minni eða komið mér úr jafnvægi. Enda vanur því að vera alltaf í kreppu. En ég verð þó að játa eitt. Ég er örlítið pirraður, eða eiginlega smá reiður eða sjóðandi bullandi brjálaður út í það að ég er þess handviss um að enginn verður dreginn til ábyrgðar og að Jón og aðrir milljarðamæringar munu bara auðgast eftir þetta hrun.
![]() |
Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 17:41
Reyndu þá að finna Hrekkjusvín, var ekki ádeila á auðsöfnun á þeirri plötu?
Kreppumaður, 12.10.2008 kl. 17:44
Eeehe, var það ekki um að skulda heila milljón [sic], af krónköllum, hm.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:44
Eitthvað þannig. Tímabært að raula ,, hann skuldar alveg heila millllljjjjóóóónnn...."
Kreppumaður, 13.10.2008 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.