12.10.2008 | 18:05
Myndir og leiðindi
Var að reyna að setja inn mynd af mér á þetta blogg (svona mynd sem sýnir mig ekki borandi í nefið eða með fljótandi augu) í staðin fyrir þessa sem ég hef haft af láni. En þá datt allt út. Jæja, ekki það að mynd af mér sé einhver stórkostleg opinberun en þar sem ég er ekkert að fara að snúa til baka í að hughreysta viðkvæmar sálir, get ég alveg eins gert mig sýnilegan. Enda er ég þannig fífl að ég skammast mín aldrei fyrir neitt. Verst að ég verð þá kannski að fara að passa hvað ég segi, svona til þess að verða ekki laminn úti á götu fyrir eitthvað sem ég hef misst út úr mér á einu af þessum fjölmörgu augnablikum í lífi mínu þar sem ég hugsa ekki áður en ég tala/skrifa. Reyni aftur á morgunn. Ef ég nenni.
Athugasemdir
Bring it on - I´m strong, I can handle it
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 18:06
Tölvan er í rugli. Það verður ekki hægt að andlistgreina aumingjann fyrr en hún kemst í lag... Nema ég sé bara svona vitlaus?
Kreppumaður, 12.10.2008 kl. 18:19
vissi það, þú ert ekki til ! Eins og allt sem er of gott til að vera satt þá.....
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 19:46
Brynjar Jóhannsson, 12.10.2008 kl. 21:30
Hann er til. Ég hef séð hann. Ætla þó ekkert að uppljóstra neinu um útlitið. Um að gera að halda sig við ímyndunaraflið á meðan maður getur!
Gunnhildur Ólafsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:46
Haldið þið virkilega að ég sé dauður? Eftir alla rauðvínsdrykkjuna sem er styrkjandi fyrir hjartað? Það gæti ekki verið....
Kreppumaður, 13.10.2008 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.