13.10.2008 | 08:05
Kreppusvefn
Ég hef oft lent í því að vera orðin svo mikil taugahrúga að sofa ekki heilu og hálfu næturnar. Setið þess í stað og bloggað manískt einhverja óra á mörkum draums og veruleika. Og mætt svo (meðan ég vann ennþá skipulagða launaða vinnu) baugóttur og nánast útaf kortinu stressaður í vinnu. Undirmönnum mínum til tjóns. Sennilega var ég alltaf andvaka af stressi og áhyggjum? Núna er öldin önnur. Ég sef eins og ungabarn og ekki nóg með það, heldur blaðra ég víst einhver ósköp upp úr svefni, yfirleitt með fávita glott á mér. Held að þetta sé vegna þess að ég er orðinn sjálfs míns herra (í bili) og þarf ekki að stimpla mig inn og út og allt krepputal er bara eitthvað bull í fjölmiðlum og heimurinn fer ekki til fjandans. Hann hefur alltaf verið þar og þegar maður hefur áttað sig á því, þá er hægt að fá sér góðan lúr.
![]() |
Mikilvægt að sofa nóg á tímum sem þessum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var nú bara ágætis fýla af þessum sófa hjá þér, svona í morgunsárið, hm.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 08:11
Hér lyktar allt af stöðnu áfengi og sígarettum eins og venjulega... Óreglan í sinni svörtustu mynd.
Kreppumaður, 13.10.2008 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.