Kjarnorkustríð bjargar Íslandi

Fyrirsögnin á þessari frétt sendi mig tuttugu og fimm ár aftur í tímann til þeirra daga er sveppaský yfir Keflavíkurflugvelli hefði ekki þótt neinni undrun sæta og maður einungis yppt öxlum og lagst svo niður og drepist.  Mér finnst samt að sá sem ritaði þessa grein (og var kannski ekki kominn til vits og ára þegar fólk ólst upp í skugga gereyðingar ógnar) hefði nú átt að draga aðeins úr fyrirsögninni.  Hún hljómar eins og Rússar ætli sér að hefja kjarnorkustríð innann fárra daga.  Þeir eigi bara eftir að ákveða dagsetninguna og þá er heimurinn farinn til fjandans.  Það kemur okkur Íslendingum vel.  Þá sleppum við ódýrt frá skuldum okkar og ábyrgðum erlendis og þurfum ekki að taka lán frá Rússum, Japönum eða mafíunni.   Ætli þetta sé ekki eina leiðinn út úr vandanum að enda þetta bara og trúa stíft á kenningar Helga Pé (ekki karlsins í Ríó Tríó) um samhliða alheima.  Þá í vestafalli verður maður að draumi einhvers annars...

mbl.is Rússar sagðir undirbúa kjarnorkustríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Það er svo sem ekkert nauðsynlega út í hött að leiða hugann að því að möguleiki sé á þriðju heimsstyrjöldinni...

Rússarnir verða kannski fyrri til ?

Lárus Gabríel Guðmundsson, 13.10.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Kreppumaður

Skiptir ekki máli á þessu síðustu og... allt er hrunið sem hrunið getur.

Kreppumaður, 14.10.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband