Þegar ég varð hreppstjóri í Bitruvík

Ég varð einu sinni hreppstjóri í Bitruvík.  Fékk 150% greiddra atkvæða þegar upp var staðið.  Ég var reyndar sá eini sem var í framboði og bara vegna þess að dekk fór undan bílnum sem ég var á, annars hefði ég ekið í gegnum Bitruvík án þess að íhuga framboð.   En þar sem ég þurfti að bíða eftir hjálp ákvað ég að láta undan staðardraugnum og taka að mér forystu á þessum afskekta stað.  OG gegn súkkulaði bita greiddi rollan sem var á vappi í fjörunni mér líka atkvæði.  En hún var nú varla kjörgeng.  Það skýrir þó þessi 50% aukalega.
 
En það er gott að sjá hvað lýðræðið er sterkt í Rússlandi, eins og þegar ég mútaði rollunni í Bitruvík með súkkulaði, hefur Abarmovits keypt sér þingsæti með því að dæla inn peningum inn í þetta hérað sem ekki einu sinni verstu nördar geta bent á á korti.  Svona eins og með Bitruvík.  Þannig að það er jafn á með okkur komið.  Nema að ég hef ekki enn eignast fótboltalið.  

mbl.is Abramovich fékk 97% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Já, nú veit ég ekki hvort ég eigi bara að kaupa Fram eða bíða eftir því að fá West Ham fyrir slikk.   Eða bara bæði?

Kreppumaður, 13.10.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband