14.10.2008 | 14:19
Ég er heimskur í dag
Andskotinn hafi það hvað get ég sagt af mér? Það er nákvæmlega ekkert að gerast. Ég kem engu í verk og nenni varla að tala. Hef samskipti við kærustuna mína í gegnum msn eins og ég væri í kílómetra fjarlægð en ekki bara á annarri hæð. Ég dreg þó enn andann. Ég fór út að borða í gær. Ég las bók. Heilinn í mér er steindauður af því að lesa eintóm ótíðindi. Mér dettur ekkert í hug. Kannski er það aldurinn sem er að forheimska mig? Kannski hef ég alltaf verið svona heimskur en er bara fyrst að fata það núna? Ég þarfnast einhvers sem er uppbyggilegt og það strax!
Athugasemdir
Ehm.......huxhuxhux
Mér finnst tilveran mín betri af því að ég kynntist þér!!
Hvernig er þetta? Upplífgandi eður ei?
Heiða B. Heiðars, 14.10.2008 kl. 14:25
Nú færðu mig til þess að finnast ég vera eitthvað spes. Og skemmtilegur. Eða þá að tilvera þín hefur verið (fyrirgefðu að ég segi það) svona hundleiðinleg...
Verst að við höfum átt alltof fáar stundir saman. En kannski ég dragi þig með mér á bar núna í nóvember? Alla veganna ekki seinna en fyrir jól...
Kreppumaður, 14.10.2008 kl. 14:32
Sko... tilveran mín er náttúrulega búin að vera hundleiðinleg...en þolanlegri af því að maður þekkir skemmtilegri fólk
Verður enn betri við barferð :)
Heiða B. Heiðars, 14.10.2008 kl. 14:49
Barferðir í krepputíð hljómar mjög vel. Hef reyndar frétt það að allir séu sífullir og allir barir troðnir af fólki. Það verður eflaust ekkert pláss fyrir okkur?
Kreppumaður, 14.10.2008 kl. 14:57
Iss.... við búum til pláss :)
Heiða B. Heiðars, 14.10.2008 kl. 15:15
Enda við svo ákveðin!
Kreppumaður, 14.10.2008 kl. 15:18
Ætlaði að vera upplífgandi, en fann svo bara ekki neitt. Kannski ég komi þá bara með á barinn!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 16:06
Eflaust erfitt að vera upplífgandi á þessum síðustu tímum...
Kreppumaður, 14.10.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.