16.10.2008 | 13:16
Kafka og Ísland
Öfugt við Jósep K sem aldrei vissi almennilega fyrir hvað hann var handtekinn og svo ákærður, þá vita Íslendingar mjög vel hversvegna Hollendingar, Bretar og eflaust fleiri þjóðir eru að undirbúa málsókn á hendur þeim. Vegna þess að fáeinir auðmenn stungu undan digrum sjóðum. Þannig að það á ekki að koma Íslendingum á óvart ef þeir verða leiddir út, allir með tölu, einn hráslagalegan morgunn og skornir á háls, en það voru örlög Jósefs K ef ég man minn Kafka rétt.
Allir eru sekir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið af þessum peningum kom hingað til að lána landanum fyrir íbúðum. Það er því ljóst að við berum einhverja ábyrgð, og hljótum því að þurfa að bera einhverjar byrðar af fallinu.
Hammurabi, 16.10.2008 kl. 16:47
Ég féll einu sinni niður tröppur og endaði á þvottvélinni. Það var sárt. Ætli þetta verði samt ekki verra?
Kreppumaður, 16.10.2008 kl. 16:51
Þetta verður örugglega ekki jafn sárt, en gæti trúað því að þetta skilji eftir sig stærri marblett.
Hammurabi, 16.10.2008 kl. 17:09
Sá marblettur verður á stærð við Vatnajökul. Legg til að við tússum jökulinn svartan á öllum Íslandskortum sem tákn um fallið...
Kreppumaður, 16.10.2008 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.