16.10.2008 | 20:07
Brúðarkjóll elskan mín!
Ég hefði betur náð mér í Ingibjörgu. Þar fer sko mikill kvenkostur og svo hæfileikarík að hún getur hannað allskonar fína fylgihluti á sig og bónda sinn. Annað en verðandi frú Kreppa sem þrátt fyrir alla sínu fínu fatahönnuðarmenntun hefur ekki teiknað á mig ein jakkaföt. Ekki svo mikið sem sokkapar. Það eina sem henni dettur í hug, þessari elsku, eru trilljónir af brúðarkjólum. Og ekki ætla ég að fara að valsa í þeim um götur og torg. Nú er ég farinn í fýlu sem á að endast langt fram á nótt nema að þetta nöldur mitt hér á alþjóðarvettvangi verði til þess að hún kroti upp eins og einum jakkafötum á mig. Ég vil þá hafa þau blá elskan!
Ingibjörg hannaði lystisnekkjuna 101 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hún er reyndar innanhúsarkitekt, en ekki fatahönnuður.
Piper (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:24
Rosalega skrifa ég óskiljanlega, ég átti við kvenkostinn minn - hún er fatahönnuður og reyndar kunningjakona Ingibjargar en best að fara með svoleiðis upplýsingar eins og ef maður væri að hylma yfir með morðingja...
Kreppumaður, 16.10.2008 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.