16.10.2008 | 22:24
Minningarsetur um mig
Á Sirkus bjó ég í nokkur ár. Þar kynntist ég fullt af fólki. Og konum. Einni trúlofaðist ég, önnur fékk mig upp að altarinu. Einu sinni var ég líka kýldur þar fyrir misskilning og fékk blóðnasir. Barstúlka þurrkaði framan úr mér blóðið. Við vorum sérstakir vinir í nokkrar vikur á eftir. Bróðir minn hékk oft þarna líka, svo mikið að hann þurfti að vinna sem barþjónn til að borga niður skuldir. Systir mín vann líka á barnum og skrifaði þar bókmenntafræði ritgerðir. Sonur minn kom einu sinni þar inn og settist við hlið mér og pantaði kók. Mamma hans var þá að hengja upp auglýsingar um sýningarhald á málverkum. Ég og verðandi frú Kreppa sáumst oft á þessum stað. Stundum fylgdumst við þá að heim. Svona þegar ég var ekki upppantaður af öðrum. Og núna hafa Bretar höfuðóvinir okkar opnaðu um mig safn. Tekið ef svo má segja, bernskulóðir mínar og sett á stofnun. Þeir vita að ég mun fá nóbelsverðlaunin í bloggi og þá verður slegist um alla bari sem ég hef setið á. Ég er ekki enn orðinn 37 ára en búinn að fá mitt eigið, nokkurskonar Þórbergssetur. Guð minn góður hvað ætli þeir geri þegar ég dey? Setji hundraðogeinn eins og hann leggur sig á safn?
Listin vinsælli en bankarnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Barn guðs og lifandi hvað þú ert mikill yongster. Þú ert yngri en frumburðurinn minn og það heilu ári.
Jösses.
Eftir fertugt þá verða allir einhvern veginn yngri en maður sjálfur.
Og svo versnar það.
Skál þangað til að ég næ í þig í meðferðina.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 22:40
Hvað er þetta? Hélstu að ég væri eitthvað gamalmenni? Ég - maðurinn sem neitar að fullorðnast og er alltaf 25!
Og þú gast ekki sleppt því að hnúta í mig. En nú veistu hvar mig verður að finna... Í Bretaveldi - fullur!
Kreppumaður, 16.10.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.