17.10.2008 | 11:38
Þekktustu afbrotamennirnir
Bókmenntasagan er full af þekktum glæpamönnum. Þeir sem fyrst koma upp í huga koma fyrir í verki eftir Thorbjörn Egner. Ef eitthvað gerist í Kardimommubæ, þá eru þeir skúrkar Kasper, Jasper og Jónatan strax heimsóttir af bæjarfógetanum og stungið syngjandi í jailið. Þar fá þeir svo að dúsa fyrir framan borð sem svignar af kræsingum þangað til það kviknar í turninum í Kópavogi, þá fá þeir að hjálpa til við slökkvistarfið og hljóta frelsi og heiðvirð störf að launum. Og einn giftist svo gribbu í kjölfarið.
Aðrir þekktir glæpamenn úr heimsbókmenntunum er svo Bjarnabófarnir í Andabæ. Þeir öfugt við Kasper, Jasper og Jónatan eru óbetranlegir, sama hversu oft og lengi þeir sitja inni, þeir gefast aldrei upp. Jónas og Tindur og félagar virðast vera líkari þeim. Um leið og þeir komast út eru þeir farnir á glæpabrautina á ný. Og því miður fyrir Íslendinga er það ekki hnupl úr peningageymi sem þeir íhuga. Heldur að koma sér upp sínum eigin amfetamíngeymi. Eitthvað sem Bjarnabófarnir eru of saklausir til þess að láta sér detta í hug.
Höfuðpaurar á reynslulausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég kem af fjöllum! Reynslulausn? Scheisse! Ég lifði í þeirri trú að þeir hefðu verið sendir til Lithauen, hm.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 12:33
Jasper, Kasper og Jónatan fengu þó að slökkva eld þegar þeir voru á reynslulausn og urðu við það að dugandi mönnum. Fangelsiskerfið í Kardimommubæ líka mun þróaðra og betra en á Íslandi. Við ættum að senda fangelsismálastjóra þangað að kynna sér það nýjasta í betrunarvist.
Kreppumaður, 17.10.2008 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.