18.10.2008 | 18:24
Gáfaðasti maður í heimi
Þetta er gáfaðasti maður í heimi! Hann er mín sól og vonarstjarna og veldur því að verðandi frú Kreppa hefur alltof oft sakað mig um að halda framhjá sér með gulum broskarli. Það er ekki rétt, ég þekki bara leiðtoga um leið og ég sé þá og ekkert rangt við það að hafa hálfguði. Ef við hefðum uppgötvað hæfileika hans fyrr þá hefði ekki allt farið til fjandans. Ég lýsi því yfir stofnun sértrúarsafnaðar með mig sem æðstaprest, fyrir þá sem vilja baða sig í ljósinu og hinni einu réttu sýn.
Þeir felldu bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta hljómar ítalskt. Mafíósismi? Ég mæti.... sem aðstoðarprestur... vantar nokkurn djákna... á Myrká?? Ég gæti hugsanlega reddað honum líka.... bara svo þú vitir það.. Flórens... oh my Cod................ ég meina, oh my God,...... æi, hvað ég er alltaf íslenskur fiskur. Íslenskir fiskar... fljóta með straumnum.. eins og allir hinir...fiskarnir. Nema ég og þú. Kæri vin.
Bergur Thorberg, 18.10.2008 kl. 19:36
Að sjálfsögðu var búið að taka frá feitt biskupsembætti fyrir þig Bergur. Þetta verður enginn klofningshópur eins og Krossinn, heldur alvöru heimstrúarbrögð.
Kreppumaður, 18.10.2008 kl. 19:49
Ég hef alla ævi vonað að einhver félli fram og tilbæði mig. Um daginn var einhver kvenmaður að rausa um að ég væri að reyna að komast á toppinn. Auðvitað vilja allir vera á toppnum. Ég ætla að klífa Esjuna á morgun svo þú sjáir mig betur
ÞJÓÐARSÁLIN, 18.10.2008 kl. 21:03
Esjan sést ekki frá Ítalíu en ég skal samt reyna að kíkja eftir þér... Hugsanlega prenta ég út ásjónu þína og festi upp á vegg svo ég hafi þig fyrir augun alla daga...
Þú ert á toppnum nú þegar.
Kreppumaður, 18.10.2008 kl. 21:29
Esjan er 914 metrar, samkvæmt síðustu mælingu, yfir sjávarmáli. Bara svo því sé komið til skila. Hangir núna á skrifstofu Sumarferða, og horfir á spegilmynd sína, daginn út og daginn inn,(enda máluð á hvolfi), við sundin blá. Held ég. Gott verk samt. Held ég. Gott málverk. Held ég. Ætti ég kannski að vera alla mína tíð við sundin blá? Svo Megas hafi einhvern að tala við? Það yrði nú kreppa í lagi..........lagsmaður....... og svifi þá yfir Esjuna...maður lifandi...og Akrafjall... minnstu ekki á það....
Bergur Thorberg, 19.10.2008 kl. 02:33
Helvítis fjöll. Er ennþá með blöðrur eftir allt klifrið í sumar. Ætla ekki svo mikið sem ganga á Arnarhól næstu árin. Nema ef þar verði reyst stytta af Megasi, þá kíkir maður á kappann.
Kreppumaður, 19.10.2008 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.