22.10.2008 | 18:02
Brátt get ég sungið klámvísur
Ef ég kynni eitthvað í Latínu mundi ég eflaust liggja yfir þessum vef og þá sérstaklega drykkjusöngvunum. Hvað er skemmtilegra en að vera einn fullur heima hjá sé, tónandi dónalegar limrur á Latínu? Eða ég gæti sungið til elskunnar minnar miðalda ástarsöngva sem hún mundi ekki botna neitt í. En fyrst og fremst mundi nördið í mér fá nóg að gera. Þetta eru einhver rúmlega 7000 handrit og eflaust öll uppfull af kynvillu munka og fólgnum leyndardómum. Ég yrði ekki lengi að halda í leiðangur að leita hins helga kaleiks.
Handritin á netið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:33
Sú bók fæst líka í kilju í öllum bóksölum framhaldsskóla til þess að ýta undir að menn brynni fola sínum í brunnum heimasætra ef ég man textann rétt...
Kreppumaður, 22.10.2008 kl. 20:37
Meðan þú bíður eftir klámvísum á latínu geturðu skemmt þér yfir þeim á íslensku: http://www.visna.net
Gulli (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 19:26
Auðveldara að heimsækja þetta svona:
www.visna.net
Gulli (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 19:28
Takk Gulli, var búinn að sjá þennan vef og skemmta mér yfir honum. Ég er svo grunnur sjáðu til.
Kreppumaður, 25.10.2008 kl. 03:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.