Hljóðmengun enn og aftur

Það sem mér fannst alltaf best við Guns N´Roses var að ég hélt að þeir væru allir dauðir eða svo dópaðir að ekkert mundi heyrast framar frá þessari ofmetnustu og leiðinlegustu hljómsveit allra tíma.  Helvítis framhaldsskóla árin fóru í að hlusta á þetta návæl í bílskrjóð sem vinur minn átti (hann hafði einfaldan tónlistarsmekk, bara Guns N´Roses) þangað til ég tók einu sinni kassettuna og fleygði henni út um gluggann.  Þá ríkti þögn.  Og nú er þessi viðbjóður snúinn aftur úr gröf sinni engum til gangs, sérstaklega ekki mér og þessum gamla vini mínum, nú stræka ég á það að heimsækja hann í fimm ár.

mbl.is Guns N' Roses og lýðræði Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála. Sérstaklega fór í rafkerfi mitt coverútfærslur sveitarinnar, og þá túlkun Axlar-Bjarnar á gömlum gullmolum eins og Since I don't have  you  með The Skyliners, svo ég nefni nú bara einn hryllinginn af mörgum, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Það tínast nú til menn sem eru búnir að jafna sig á Guns æðinu og eru brjálaðir að nýtt efni er að koma frá þessarri hljómsveit. En ég held að margir bíði útgáfunnar með spenningi þó svo að maður sé viðbúinn vonbrigðum. En 14 lög eru að koa út og ég get ekki beðið.

Stefán Þór Steindórsson, 22.10.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Kreppumaður

Þetta er versta hljómsveit sögunnar og ég fæ ennþá martraðir þegar ég heyri helvítis frumskógarlagið...  Allt sem USA framleiddi á þessum tíma (og vinur minn keypti í bílförmum) var svo svo svo vont...  Skidrow, Poison, Motley crue...  Allt réttdræpir fávitar!

Kreppumaður, 22.10.2008 kl. 20:24

4 Smámynd: Kreppumaður

Stefán að hlusta á Guns N´Roses er álíka glæpur eins og að halda með Chelsea í fótbolta...

Kreppumaður, 22.10.2008 kl. 20:27

5 identicon

Eru að grínast.....ef ég væri þú þá færi ég aftur uppí rúm og hinum megin framúr......það er enginn að biðja þið að hlusta á þetta....Ég er að kaupa þetta og verða að seigja að ég bíð spenntur eftir að sjá  þetta á Parken næsta sumar....og það sem ég elsa að það er ekkert verið flækja hlutina..þetta er bara Guns N´Roses

Óli Rúnar (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:56

6 Smámynd: Kreppumaður

Nei það er rétt, það er ekki verið að flækja hlutina.  Bara hást öskur og svo sama gítarstefið í þrjár og hálfa mínútu.  Og hvað eru menn að koma aftur svona gamlir?  Afhverju eru þeir ekki í ruggustól á elliheimilinu með fjandans Rolling Stones?

Kreppumaður, 22.10.2008 kl. 21:01

7 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Þegar búið er að klára síðustu flöskuna og ekkert hvítt duft sést neinsstaðar í nágrenninu, seðlaveskið tómt og lögfræðingar í röðum við dyrnar.

Þá er kominn tími á COMEBACK !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 22.10.2008 kl. 21:25

8 Smámynd: Kreppumaður

Þess vegna hafa Rolling Stones neitað að drepast. 

Hljómsveitir eru ekkert svo ólíkar Íslenskum auðmönnum samkvæmt þessu? 

Kreppumaður, 22.10.2008 kl. 21:28

9 identicon

eruði krossþroskaheftir sumir hér? Þeir eru búnir að selja plötur um allann heim í yfir 90 milljónum eintaka, hvernig er það lélegt? held að þið séuð í minnihluta hér

Mr. Brownstone (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 14:29

10 Smámynd: Kreppumaður

Brownstone klósettpappír er seldur í tonnum um allan heim.  Og flestir kaupa þann lélegasta og ódýrasta með mynd af bleiku svíni framan á, almenningur þekkir ekki gæði, kaupir bara það sama og allir aðrir.

Kreppumaður, 23.10.2008 kl. 15:28

11 identicon

Flest allt sem er meinstrím er einfalt og höfðar til flestra. Guns er þó alveg ágætis rokk en að mínu mati eru til svo miiiklu betri sveitir eins t.d. Pink Floyd og The Doors (þó svo að það er vitanlega með öðruvísi stíll og frægar líka)

En ég hef aldrei nokkurn tímann fílað guns í tætlur eins og þegar að allt varð vitlaust fyrir mörgum árum og ekki heldur Nirvana eða Metallica þó svo að mér finnist nú margt með Metallica vera good shit að þá þarf fólk að hætta að láta mata sig af því sem að selst vel eða er á topplistanum. Þetta hef ég lært með árunum og nú í dag reyni ég sem mest að líta fram hjá þessu sellout drasli sem er í gangi í dag og reyni frekar að finna eitthvað sem mér sjálfum finnst eitthvað vera varið í sem er ekki það heitasta í dag. Hata þetta indie og "alternitive" shit líka, langar að æla þegar ég hugsa um þennan viðbjóð. Ég segi bara að hljómsveitin Death tekur allar þessar sveitir í bakaríið varðandi gæði og hljóðfæraleik.

jihad (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 16:57

12 Smámynd: Kreppumaður

Ég hoppaði af gleði þegar fíflið í Nirvana drap sig.  End of story.

Kreppumaður, 23.10.2008 kl. 19:27

13 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Kreppumaður. Það er eitt að hafa annan tónlistarsmekk og fíla misjafna tónlist en maðurinn við hliðina, en að segja hluti sem og "Ég hoppaði af gleði þegar fíflið í Nirvana drap sig." setur þig einfaldlega á mjög lágt plan. Ég hef lesið bloggið þitt nokkuð vel og sé að þarna er ekki neinn sauður á ferð einsog ég hélt fyrst þegar ég las þessa athugasemd þína. Verð bara að segja að þarna sýndir þú veikleika. Vona að þetta hafi ekki verið talað frá hjartanu heldur meira í hálfkæringi. Það er eitthvað að ef maður getur skemmt sér yfir dauða fólks eða viljað einhvern feigann.

Stefán Þór Steindórsson, 24.10.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband