17.10.2008 | 16:24
Serbavisíón
Þetta er alveg eins og þegar við ætlum að sigra Serbavisíón með einhverjum hallærislegum poppsmellum sem þjóðin heldur alltaf að séu bestu lög í heimi. Og þegar það var fullreynt með það að frá þeirri keppni riðum við ekki feitu hrossi, þá var bara reynt við þá næstu. Að fá að vera bergmál frá röddu Bandaríkjamanna í Öryggisráðinu. Og ekki gekk það vel. Engin 12 stig til okkar í þetta sinn. Töpuðum fyrir Austurríki og Tyrkjum. Mér finnst við alltaf vera að tapa fyrir Tyrkjum. Það var hrein heimska að afnema lögin um að Tyrkir væru réttdræpir á Íslandi. Þeir kom fram við okkur af meiri virðingu þá og leyfðu okkur meira að segja einu sinni að vinna sig í fótbolta. Þeir hefði þá líka gefið okkur eftir sætið sitt í Öryggisráðið. Það hefði glatt Bandaríkjamenn.
Ísland náði ekki kjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Leim útkoma en fyrirsjáanleg.
Meiri minnimáttarkenndin að drepa okkur alltaf.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 17:25
Ég veit, það er ein af þjóðaríþróttunum, minnimáttarkennd, sjáðu mig bara!!!
Kreppumaður, 17.10.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.