Ég fékk ekki kynfræðslu

Ég var aldrei skáti.  Þess vegna vissi ég ekkert um kynlíf þegar ég varð unglingur.  Og sennilega þess vegna vissi ég ekkert um getnaðarvarnir og varð því faðir tuttugu og tveggja ára.  Það var fyrir daga netsins og enginn möguleiki að leita sér þekkingar á getnaðarvörnum upp á eigin spýtur.  Ætla samt ekki að harma það að hafa orðið pabbi.  Á kjaftforan son sem ber litla virðingu fyrir mér og lætur mig heyra eitt og annað sem ég hefði aldrei látið út úr mér við föður minn.  Og það er eflaust þess vegna sem mér þykir svona vænt um son minn.  Hann er bara yngri útgáfan af hortuga mér.  Breskir skátar eiga því eftir að missa af mikilli gleði sem fylgir því að geta hangið með yngri útgáfunni af sjálfum sér.

mbl.is Skátar fá kynlífsráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núú, þeir voru þá aldrei viðbúnir, tóm lygi eins og í H.J. í gamla daga hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Kreppumaður

Með Baden-Powell sem leiðtoga getur maður ekki verið viðbúinn, hann var lokaður af eins og refur í greni í Mafeking...

Kreppumaður, 21.10.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skátar? Frussssssssssssssssssssssssss

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Kreppumaður

Þú ert nú alltaf að skátast í mér óumbeðin...

Kreppumaður, 21.10.2008 kl. 23:25

5 identicon

Spurning hvort þú lærir þá eitthverja góða siði af henni Jenný skátaforingja.......

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:10

6 Smámynd: Kreppumaður

Nei bara ósiði eins og að hætta að drekka...

Kreppumaður, 22.10.2008 kl. 16:31

7 identicon

Það nær náttúrulega ekki nokkurri átt eða eitthvað........

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 19:32

8 Smámynd: Kreppumaður

Bölvuð frekja í kerlingunni alltaf hreint...

Kreppumaður, 22.10.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband