Míga yfir Íslendinga

Þá liggur það ljóst fyrir að Björgúlfur þarf að verða föðurbetrungur og í stað þess að kaupa sér vesælt fótboltalið, hefur hann nú gert tilboð í Ísland.  Mikið skemmtilegra fyrir hann að eiga þjóð með húð og hári en ekki bara einhvern íþróttaklúbb.  Hljómar betur þegar hann situr með öðrum auðmönnum og þeir eru að segja frá því hvaða snekkjur og fótboltalið þeir keyptu síðast, þá getur Björgúlfur laumað því út úr sér: ég keypti nú bara Ísland í gær...   Ég vona bara að hann fari ekki að breyta nafninu.  Ég vil ekki að það standi í vegabréfinu mínu að ég komi frá Iceland group ehf eða sé frá Björgúlfsskeri.  Thorsnesi?  Ég er vanafastur maður og vil halda áfram að vera Íslendingur þótt að mér líki yfirleitt ekki neitt sérlega við landa mína.  Yfirleitt míg ég yfir þá ef ég sé þá áfengisdauða í melluhverfum í útlöndum.  Þeir sem kunna ekki að haga sér á meðal siðaðra þjóða eiga ekkert betra skilið.  Nú bíð ég spenntur eftir því að nýr fáni landsins verði sýndur opinberlega í fyrsta sinn... 

mbl.is Biðlað til helstu vinaþjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afganginn af heiminum takk!

Þetta er bjartsýnis frétt.  Ef ég er ennþá læs þá skilst mér að við Íslendingar séum bara í smá kauppásu, svona eins og hlé í bíó, áður en við höldum áfram að kaupa upp það sem hægt er að kaupa í heiminum.  Ég sé það mjög vel hérna heima.  Verðandi frú Kreppa er að drekka te og á meðan kaupir hún ekki neitt á ebay.  En hún er ekki lengi að sulla í sig þessu tei, ekki frekar en Íslendingar að fara í gegnum kreppuna, svo heldur kaupæðið áfram.  Ég er að hugsa um að biðja verðandi frú Kreppu að muna eftir mér ef hún sér fallegan jakka!  

mbl.is „Við erum nú einu sinni víkingar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Bergur!

Bergur bloggvinur minn er ekki bara alltaf að hrósa mér fyrir það eitt að draga anda og halda mér á lífi, viljandi mig á forsíðu mbl.is, heldur er hann líka búin að lofa mér einum sauðalegg sem hann hefur nurlað saman á þessum síðustu og verstu krepputímum.  Mér finnst það samt óþarfi af honum að ætla mér beinið, því að Kreppumaður hlýtur að vera eins og púkinn á fjósbitanum, fitnandi eins og kapítalisti í góðæri á meðan hálf þjóðin hrynur niður úr hor og harðindum...  Ég ætla samt að þakka pent fyrir mig; takk Bergur!

Ljósin kveikna klukkan þrjú

Sú ágæta kona móðir mín hefur haldið því fram í mörg ár að síðan ég var átján ára hafi alltaf verið föstudagur hjá mér.  Nema á laugardögum.  Hún er búin að bíða lengi eftir því að það renni upp mánudagur á mínum bæ svo að ég komist heim af barnum.  Ég held að hún þurfi að bíða nokkuð lengi en til þess að gleðja hana ætla ég að senda henni þessa frétt og segja henni að partýið sem er búið að vera á Íslandi sé liðið undir lok.  Og eflaust nokkrir timbraði.  Ég er það nú líka eftir nóttina.  Við fórum á bar og sátum svo í stofunni frameftir morgni að skemmta okkur yfir engu.  Það eru alltaf bestu stundirnar.  Enda eru engir barþjónar hérna sem ónáða mann með því að stafla upp stólum og kveikja ljósin, einmitt þegar maður er að skemmta sér sem best.    

mbl.is Veislan búin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er farinn að villast

Ég ætla að fara að laumast á barinn.  Hér stefnir í rauðvínsleysi og ekki nenni ég að sulla í mig meira koníaki.  Kannski ef ég læðist kemst ég einn út en það er þó varla óhætt því að mér hættir til þess að rammvillast um leið og ég er kominn út fyrir minn heimahrepp, hundraðogeinn...  Best að ég fari að tilkynna verðandi frú Kreppu að við séum að fara út.  Þá verður hún kannski tilbúinn eftir klukkustund.  Ef ég verð heppinn.  En það er best að hafa hana með svo ég rati til baka.  Svo mig hendi ekki það sama og í Berlín um árið, ég ætlaði akandi út í búð en endaði hálfnaður á leið til Póllands.  Ég nenni ekki einu sinni að rifja upp hvers vegna svoleiðis hlutir henda bara mig.

Var ekki búið að loka þessum viðbjóði?

Verðandi frú Kreppa var búin að sitja við tölvuna og bölva og fussa (hélt að hún væri að hneykslast á því hvað ég væri að skrifa) svo lengi að ég fann mig tilneyddan til þess að standa á fætur og athuga hvað vakti viðbjóð hennar?  Þá lá hún á vefnum superman.is og tussaðist yfir glyðruskap og drykkju ungmenna á Íslandi en fyrst og fremst yfir smekkleysi umsjónamanna síðunnar sem gerir fátt annað en að mynda stelpur í sleik eða að kyssa á hveri annarri brjóstin.  Mig minnti að einhvern tíman hefði verið gerð atlaga að þessari síðu og hélt í fáfræði minni að henni hefði verið lokað en svo er nú ekki.  Þarna er niðurlægður æskulýður sýndur í sinni svörtustu mynd.  Sumar myndirnar svo svæsnar að þær jaðra við að vera klám.  Mér varð illt í augunum yfir því að hafa álpast á þennan sora vef.  Verst fannst mér þó karlremban í þeim sem halda úti þessari síður.  Fullt af brjósta myndum og myndum af stelpum að ulla upp í hvor aðra en ekki ein einasta af vöðvastæltum karlmönnum að kyssast.  Kannski þjáist sá sem sér um síðuna af svo mikilli hommafóbíu að hann kann ekki við það að biðja kynbræður sína um að kyssast fyrir framan sig svo hann geti tekið af þeim mynd.  Ætli hann fengi ekki það sem hann á skilið ef hann eins og bæði tvo hrausta sjóara um að veifa framan í sig limnum...  Þá mundi hann kannski hætta að biðja táningstúlkur að flassa á sig brjóstunum?

Ekkilinn káti

Gott að vita af því að lendi ég í því að andstæðingar mínir ráði mig af dögum eins og Cyrano De Bergerac með því að steypa í hausinn á mér planka að verðandi frú Kreppa mun eyða ókomnum árum í að syrgja mig og rifja upp mannkosti mína og hæfileika í stað þess að vera á karlafari á fésbók.  Mikið er gott að vita að konur eru trygglyndari og þurfa ekki að ana í annað samband þótt að karlinn haldi á vit feðra sinna.  En ef ég yrði nú ekkill, sama hversu gamall ég væri orðinn, færi ég beina leið á strippklúbb af ódýrari taginu og drykk mig fullann, troðandi seðlum í nærbuxur Pólskrar vændiskvenna.  Þess á milli mundi ég horfa á fótbolta með sveittum félögum mínum.
 
Held samt að þessi rannsókn sýni líka hvað kynin eru ólík.  Flestir karlmenn eru mættir á barinn daginn eftir hjónaskilnað ennþá með farið eftir giftingarhringinn á baugfingri á meðan konur sitja heima og snýta sér í klút.  Þó að það séu líka til undantekningar frá þessu.  En hvað um það, það er best að ég opni nýjan bankareikning og leggi þar inn smá pening reglulega, svokallaðan ekkilssjóð svo ég verði ekki staurblankur komi að því að ég standi uppi einn og syrgjandi.


mbl.is Ekkjumenn binda sig fyrr en ekkjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég opna flösku af rauðvíni

Ekki nóg með það að ég væri hafður útundan og ekki boðaður á neina fundi, þá hafa þeir ákveðið að funda með keppinaut mínum um völd og áhrif á Íslandi, Davíð Oddssyni. Það var víst ekki nóg að reka kuta í bakið á mér, nú er hún auk þess snúið harkalega.  Og ofan á þessi ótíðindi er ég búinn að vera að tapa fullt af dollurum í póker á netinu.  Í spili sem ég varla kann.  Ef það er ekki ástæða til þess að opna flösku af rauðvíni núna, þá kemur sú ástæða aldrei.

mbl.is Fundað með seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar ég skoðaði klám og unga drengi

Mikið hefur fræðaheimurinn breyst til batnaðar síðan ég sat pungsveittur yfir einhverjum heimskulegum draumum um að verða virtur fræðimaður og birta á prenti flóknar rannsóknir.  Þá datt engum í hug að leyfa mér að rannsaka tekjur nektardansmeyja.  En ég fékk reyndar að skoða klám.  Fræðilega.  Vinir mínir misskildu mig og héldu að ég hefði skrifstofukytru út í bæ og bunka af klámspólum á borðinu en það var ekki svona skemmtilegt.  Ég var eiginlega meira að skoða unga pilta.  Og nú kann það að misskiljast eins og ég hafi verið að tæla þá upp í bíl og strjúka þeim um lærin.  Nei ég var mest að skoða klám og áhrif þess á unga drengi.  Og gvöð minn góður.  Þetta á eftir að misskiljast líka eins og ég hafi sýnt drengjum klám og beðið eftir að...  Ég er hættur við að klára þessa færslu áður en ég skrifa mig hreinlega bara í fangelsi hérna...

mbl.is Rannsóknir á nektardansmeyjum og kóki hljóta IgNobel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtal við Kreppuföður

Í einhverjum leiðindum hringi ég í föður minn og spurði hann hvort að hann yrði var við kreppuna?  Hann fussaði því í símtólið að ef hann hefði ekki grátkór af undirmönnum sem hefðu tekið mastersgráðuna sína á visa raðgreiðslum og væru því rauðeygðir og þrútnir af gráti, mundi hann halda að allt krepputal væri bara uppspunni í blöðunum.  Og aðallega blöðum Bónuskarla sem væru að reyna að ná fram vorkunn og samúð.  Mér fannst hann helst til alhæfa um efnahagsmál og vakti þar með gremju karlsins sem sagði að svo væru það líka aumingjar eins og börnin hans sem yrðu eflaust var við kreppuna og bætti svo við - en það skipti ekki máli þótt að það væri uppsveifla og góðæri - þetta lið sem væri af hans holdi og blóði, væri ævinlega staurblankt og varla fært um að vinna fyrir nagla í naglasúpuna, hvað þá fyrir munaði eins og glasi af rauðvíni.  Svo fór hann að rifja upp margra áratuga gömul sakamál sem snérust um rýrnum á rauðvíni eða eitthvað álíka leiðinlegt.  Ég lagði á.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband