Skilja mig útundan

Það lét mig enginn vita af þessum fundi, hefði viljað að þeir hefðu sent þotu eftir mér, því að fundur um efnahagsmál án Kreppukarls, er ekki líklegur til árangurs.  Þetta verður bara tuð og fjas yfir engu og líklegt að fólk fái í magann af sandkökuáti og kaffidrykkju.  Best væri ein sog ég hef fyrir löngu sagt, að afhenda mér stjórnartaumana og það strax.  Yrði ekki lengi að redda hlutunum.  Í stað þess er ég skilinn útundan.  Er það ekki einelti?

mbl.is Ráðherrar mæta til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar hákarl réðist á mig

Fyrir nokkrum árum var ég að busla í sjó fyrir utan strönd Frakklands eða Spáni, ég er ekki alveg viss því að minni mitt er þannig að allt rennur þar saman í móðu, að ég synti utan í eitthvað flykki með sandpappírs áferð.  Og auðvitað pissaði ég í sundskýluna og hélt að dagar mínir væru taldir og ég mundi enda ævi mína sem biti á milli mála, fyrir hvasstenntan hákarl.  Ég varð svo hræddur að ég gleymdi að taka sundtök og byrjaði að sökkva.  Og komst að því að sjö metra langi hákarlinn sem ætlaði að bíta mig í sundur, var svört og steindauð skata.  Ég skreið aftur upp í bátinn sem ég var á og  réri heim.  Til þess að setja illalyktandi sundskýluna mína í þvott.

mbl.is Kýldi hákarl kaldan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klám elsku klám

Þetta minnir nú bara á verk Heinesens þar sem ofsatrúarmenn óðu um og reyndu að banna áfengi, dans og tónlist.  Þeir Féeyja frændur okkar virðast ennþá vera fastir í tepruskap og ofsatrú.  Einn vinur minn átti til skamms tíma féeyska tengdaforeldra sem fóru með borðbænir yfir mat og vildu ekki ræða neitt við hann nema framhaldslíf og kirkjuheimsóknir.  Og þegar unnustan fór að gildna mikið, laumaðist þessi vinur minn um borð í Norrænu í skjóli myrkurs og sigldi til Íslands.  Eflaust (ef ég þekki hann rétt) með þykkan klámblaðabunka undir hendinni.  Eftir það talaði hann yfirleitt um þess frændur okkar eins og þar færu á ferðinni vanvitar sem hefðu ekki gaman af neinu nema guði og því að vaða blóðugan sjó upp í mitti og skera hvali á háls.  
 
En hvernig var það?  Reyndi ekki ungliðahópur femínista að fá klám út úr bókabúðum og bensínstöðvum fyrir nokkrum árum?  Og ekkert gekk?  Núna er ekki hægt að opna blöð frá Íslandi án þess að sjá heilsíðu auglýsingar um allskonar kynlífsvarning á útsöluverði, sem fæst jafnvel heimsendur svo fólk þurfi ekki að laumast í síðum frökkum með sólgleraugu inn á þar til gerðar búllur að kaupa sér titrara eða klám?  Best að ég fari að leita að klámi í tölvunni!  

mbl.is Hald lagt á klámblöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruddaskapur

Ég get ekki séð glæpinn í þessu?  Var mann greiðið ekki bara að endurheimta eigur sínar?  Og þótt að hann hafi verið með kuta eða pístólu við þá iðju, sé ég ekkert saknæmt við það?  Eru ekki allir Vesturmenn hvort eða er þungvopnaðir og með uppáskrifuð lög um að þeir megi verja heimili sín og eigur fyrir Breta kóngi á hvern þann veg sem þeir kjósa?  Mér finnst að fólk eigi bara að láta O.J í friði.  Það var nóg að hann þyrfti að lenda í höfninni í hjólastól og að konan hans yrði bráðkvödd.  Maðurinn á að fá að syrgja í friði.

mbl.is O. J. Simpson sekur um vopnað rán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég held framhjá - húðflúr - ættleiðingar

Bara tólfprósent þeirra sem halda framhjá gera það með einhverju sem er fallegra eða meira sexy en makinn?   Til hvers eru þeir þá að halda framhjá og með hverjum?  Kerlingunum sem safna dósum úr ruslatunnum?  Ég get vel ímyndað mér að þær séu auðveld bráð, þú réttir þeim poka fullann af  plastflöskum og þær fara úr nærbuxunum um leið.  En hvert er þá kikkið? Að vera ótrúr makanum með einhverjum sem er ljótur?  Og jafnvel illa lyktandi líka?  Eða er fólk bara ótrútt af því að sambönd eru föst í vana og þeim leiðist?  Kannski er ég að halda framhjá verðandi frú Kreppu þegar ég böggla út úr mér hverri bloggfærslunni á fætur annarri og nenni ekki að tala við hana?  Og kannski er hún að halda framhjá mér meðan hún situr og teiknar og lætur eins og ég sé ekki lífvera?  Ætla að hætta að hugsa um framhjáhöld og fara bara að stunda þau af fullum krafti.  Með því að blogga í stað þess að fara og taka utan um verðandi frú Kreppu og hvísla að henni einhverjum ástarorðum...
 
En að öðru sem snertir samlíf okkar verðandi frú Kreppu.  Hún er að teikna eitthvað sem mun í fyllingu tímans verða húðflúr sem mun skreyta síðuna á henni, frá brjóstum og niður fyrir rass.  Eitthvað 50 sentímetra langt og bætist við þau sem fyrir eru.  Félagsvísindastofnun ætti að gera könnun á konunum í lífi mínu, hvort að það sé einhver fylgni á milli tattúa og þess að binda túss sitt við mig...  Man ekki eftir því að hafa séð nakta stúlku án húðflúrs í alltof mörg ár...
 
Og annað og jafnvel verra - verðandi frú Kreppa uppfræddi mig á því að til þess að fá að ættleiða barn þyrftum við að vera skráð í sambúð í 3 ár eða gift.  Og þar sem hún vill ekki bíða í mörg ár eftir því að fá að bjarga einhverju munaðarlausu kreppubarni frá hungurdauða, þá vill hún að við drífum í því að láta gefa okkur saman.  Helst í gær...
 
Núna er ég sveittur, drukkinn, næstum búinn að pissa í mig af stressi og finnst eins og gjörsamlega búin á því.  Eins og dagurinn byrjaði vel á baraflakki og búðarápi, ætlar hann að enda í katastrófu og kvíða.  Efnahags ástandið á íslandi er bara smámál og brandari miðað við það sem býður mín.  Að fullorðnast.

mbl.is Sækjast eftir viðurkenningu í framhjáhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prringur

Nú er ég pirraður.  Ekki gat verðandi frú Kreppa látið sér detta svona snilld í hug!  Nei, þess í stað er hún föst í því að teikna brúðarkjóla.  Brúðarkjóla sem eru eitthvað þing sem er eldgamalt og enginn mun nota því að það hefur enginn efni á því að gifta sig í því árferði sem nú ríkir.  Fólk er frekar í því að skilja ef marka má fréttir.  Sérstaklega á Íslandi þar sem fólk byrjar brúðkaupsveisluna á framhjáhaldi eða hótunum um að kaupa aðskilin rúm.  Annars er verðandi frú Kreppa hætt við að fara inn í draumalandið og búin að fyrirgefa mér koníaksdrykkjuna sem gerir mig illa lyktandi og fráhrindandi og er þess í stað sest hérna á móti mér að lesa bók um hvað - brúðarkjóla!

mbl.is Alltaf í sambandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbrigðult ráð til að losna við vampýrur

Ég er búinn að komast að því að ef ég drekk mikið af Larsen koníaki vill verðandi frú Kreppa lítið af mér vita.  Ekki að ég sé svo leiðinlegur heldur finnst henni ég lykta illa.  Og núna er hún farin upp og ég sit hérna yfir koníakinu og finnst að ég ætti að gera eitthvað verulega heimskulegt af mér eins og að reyna að hringja í gamlar kærustur, svona rétt til þess að vita hvort þær séu nokkuð orðnar pokakonur sem safna dósum sér til framfærslu eða farnar að selja sig niður á höfn.  Ekki það að mér sé ekki alveg sama.  Meðan enn er eitthvað eftir í pyttlunni er lífið bara skítsæmilegt.  Enda er ég vissum að ég lykt svo illa núna að ekki einu sinni verstu nöldurseggir eða vampýrur þori að leggja til mín.

Bullandi góðæri

Verðandi frú Kreppa sagði mér yfirkvöldmatnum að við yrðum aðeins að breyta ferðaplönum okkar.  Í stað þess að hýrast á Íslandi í mánuð í kringum jólin eins og ráð var gert fyrir, væri hún búin í gerræðisskap sínum að leigja handa okkur íbúð í úthverfi Barcelona tvær vikur í janúar.  Og þangað myndum við fara áður en við komum aftur hingað.  Nema að það ríði yfir olíukreppa og ekki verið hægt að fljúga eða sigla til og frá Íslandi.  Því að ekki nenni ég að róa þessar vegalengdir í hriplekum bát þótt að það væri eflaust svipaður fílingur og að vera skipstjóri á sökkvandi þjóðarskútu.  En það er langt þangað til í desember og margt getur ennþá gerst á Gjaldþrotalandi.  Tildæmis það að það verði sett í allsherjar greiðslustöðvun, komist á vanskilaskrá og verði auglýst á uppboði í Lögbirtingarblaðinu.  Mér er slétt sama.  Hér er bullandi góðæri á meðan tilvonandi frú Kreppa fær greitt í evrum.  Ég hinsvegar er búinn að horfa á allt mitt spari fé verða að klinki.  Verð að fara með hjólbörur fullar af íslenskum seðlum til þess að öngla fyrir ódýrustu rauðvínsflöskunni.   

mbl.is Engin hætta á olíukreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppusjóður

Eftir að hafa vakað alltof lengi frameftir í nótt og verið frekar framlág þegar við vöknuðum ákváðum við verðandi frú Kreppa að verja deginum í iðjuleysi.  Spókuðum okkur um stræti og torg og heimsóttum sem flestar knæpur.  Ég tók eftir því í dag að verðandi frú Kreppa hefur einn slæman ósið.  Hún má ekki sjá hreppsómaga eða harmonikkuleikara án þess að henda í viðkomandi klinki.  Ég benti henni góðlátlega á það að heima á Íslandi sylti helmingur landsmanna og hinn helmingurinn væri í sjálfsmorðshugleiðingum og almennu þunglyndi.  Fæddist þá sú göfuga hugmynd að safna öllu klinki sem fer um hendur okkar í krukku sem núna er inni í eldhúsi og merkt Kreppusjóður.  Úr þessum sjóði verður úthlutaða reglulega til göfugra einstaklinga sem geta sótt um úthlutanir hér í kommentakerfinu.  Sérstaklega munum við leita færis að styrkja listamenn sem eflaust hafa það sem allra verst í kreppunni.  Ég held að þessi innspýting okkar í efnahagslíf Íslendinga verði jafn áhrifamikil og dollararnir sem Bush ætlar að nota til að bjarga sínu efnahagskerfi.  Núna líður mér dálítið eins og voldugum heimsleiðtoga.

mbl.is Bush staðfestir fjármálalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hélt ég væri orðinn frægur

Þegar ég renndi í gegnum fyrirsagnir á bloggum hélt ég andartak að ég væri orðinn frægur. Næstum hver einasta fyrirsögn hefst eða endar á orðinu kreppa.  En því miður, þegar ég fór að lesa betur þennan mýgrút af bloggum, þá fjallaði ekki eitt þeirra um mig.  Ég feldi tvö tár.  ég var að vona að fólk færi að biðla til mín að snúa heim úr útlegð og leiða Ísland inn í betri og bjartari tíma.  Sá fyrir mér múg á Leifsstöð að bíða eftir mér eins og einhverju handboltaliði, veifandi fánum og skakandi spjöld með andlitsmynd af mér!  Og ég stigi út úr vélinni og heilsað með drottningarkveðju eins og forseti en samt ekki valdlaus fígúra, heldur hin upplýsti einvaldur Þjóðarinnar.  En því miður.  Fólk er bara að þusa yfir því að krónan hefur rýrnað um 60% á einu ári.  Fólk er bara að púa á einhvern Geir.  Eins og vanalega getur þessi þjóð ekkert gert nema nöldrað og farið í fýlu í stað þess að leita til mín um að færa þeim góðæri og hagsæld - aftur! 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband