Þegar ég varð hreppstjóri í Bitruvík

Ég varð einu sinni hreppstjóri í Bitruvík.  Fékk 150% greiddra atkvæða þegar upp var staðið.  Ég var reyndar sá eini sem var í framboði og bara vegna þess að dekk fór undan bílnum sem ég var á, annars hefði ég ekið í gegnum Bitruvík án þess að íhuga framboð.   En þar sem ég þurfti að bíða eftir hjálp ákvað ég að láta undan staðardraugnum og taka að mér forystu á þessum afskekta stað.  OG gegn súkkulaði bita greiddi rollan sem var á vappi í fjörunni mér líka atkvæði.  En hún var nú varla kjörgeng.  Það skýrir þó þessi 50% aukalega.
 
En það er gott að sjá hvað lýðræðið er sterkt í Rússlandi, eins og þegar ég mútaði rollunni í Bitruvík með súkkulaði, hefur Abarmovits keypt sér þingsæti með því að dæla inn peningum inn í þetta hérað sem ekki einu sinni verstu nördar geta bent á á korti.  Svona eins og með Bitruvík.  Þannig að það er jafn á með okkur komið.  Nema að ég hef ekki enn eignast fótboltalið.  

mbl.is Abramovich fékk 97% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarnorkustríð bjargar Íslandi

Fyrirsögnin á þessari frétt sendi mig tuttugu og fimm ár aftur í tímann til þeirra daga er sveppaský yfir Keflavíkurflugvelli hefði ekki þótt neinni undrun sæta og maður einungis yppt öxlum og lagst svo niður og drepist.  Mér finnst samt að sá sem ritaði þessa grein (og var kannski ekki kominn til vits og ára þegar fólk ólst upp í skugga gereyðingar ógnar) hefði nú átt að draga aðeins úr fyrirsögninni.  Hún hljómar eins og Rússar ætli sér að hefja kjarnorkustríð innann fárra daga.  Þeir eigi bara eftir að ákveða dagsetninguna og þá er heimurinn farinn til fjandans.  Það kemur okkur Íslendingum vel.  Þá sleppum við ódýrt frá skuldum okkar og ábyrgðum erlendis og þurfum ekki að taka lán frá Rússum, Japönum eða mafíunni.   Ætli þetta sé ekki eina leiðinn út úr vandanum að enda þetta bara og trúa stíft á kenningar Helga Pé (ekki karlsins í Ríó Tríó) um samhliða alheima.  Þá í vestafalli verður maður að draumi einhvers annars...

mbl.is Rússar sagðir undirbúa kjarnorkustríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vorkenni syni mínum - ekki fleiri börn!

Mikið hefði það verið einfalt að lýsa Ísland gjaldþrota.  Það fengi ekki lán í 10 ár og visakortið yrði klippt og svo væri hægt að hefja sukkið aftur.  Þess í stað sitjum við uppi með hundruð milljarða króna skuldir sem börnin okkar þurfa svo að borga í formi ofurskatta, næstu áratugina.  Nema þau (og eflaust þeir menntuðustu munu gera það) taki það til bragðs að flýja land og vinna erlendis.  Mikið vorkenni ég syni mínum.  Hann á aldrei eftir að upplifa það að vinna og fá útborgað.  Þegar hann fær launaseðilinn sinn í framtíðinni verður það bara eitthvað klink sem rennur í vasann hjá honum og nýr liður hefur bæst á snepilinn í frádráttaliðunum, skattur vegna skulda erlendis 37%.   Hann á eftir að verða bitur út í kynslóðina sem ég tilheyri.  Þessa kynslóð sem kepptist um það að eignast sem mest án þess að vera borgunnarmenn fyrir því.  Kynslóð sem byrjaði öll samtöl á því að segja: ég var að kaupa í Glitni, ég var að yfirtaka rekstur í Lettlandi, ég var að fá mér nýjan Hummer, ég var að græða...  Ætli sömu menn byrji núna öll samtöl á því að monta sig á því hvað þeir hafa verið duglegir við að niðurgreiða skuldir í útlöndum?  Það kæmi skemmtilega á óvart?  En kynslóðin sem sonur minn tilheyrir (og heldur út á vinnumarkaðinn eftir umþaðbil 10 ár) mun hafa það skítt.  Lifa í eilífri kreppu og blankheitum.  Mikið er ég feginn að þurfa bara að leggja það á eitt barn.  En ekki fleiri.  Þess vegna ætla ég að láta taka mig úr sambandi.  Sem fyrirbyggjandi aðgerð.  Ég veit að verðandi frú Kreppa verður fúl en ég held að á endanum muni hún skilja sjónarmiðið:  að fæða ekki börn inn í eymd og volæði. 

mbl.is Ástandið verra en þjóðargjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppusvefn

Ég hef oft lent í því að vera orðin svo mikil taugahrúga að sofa ekki heilu og hálfu næturnar.  Setið þess í stað og bloggað manískt einhverja óra á mörkum draums og veruleika.  Og mætt svo (meðan ég vann ennþá skipulagða launaða vinnu) baugóttur og nánast útaf kortinu stressaður í vinnu.  Undirmönnum mínum til tjóns.  Sennilega var ég alltaf andvaka af stressi og áhyggjum?  Núna er öldin önnur.  Ég sef eins og ungabarn og ekki nóg með það, heldur blaðra ég víst einhver ósköp upp úr svefni, yfirleitt með fávita glott á mér.  Held að þetta sé vegna þess að ég er orðinn sjálfs míns herra (í bili) og þarf ekki að stimpla mig inn og út og allt krepputal er bara eitthvað bull í fjölmiðlum og heimurinn fer ekki til fjandans.  Hann hefur alltaf verið þar og þegar maður hefur áttað sig á því, þá er hægt að fá sér góðan lúr.

mbl.is Mikilvægt að sofa nóg á tímum sem þessum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir og leiðindi

Var að reyna að setja inn mynd af mér á þetta blogg (svona mynd sem sýnir mig ekki borandi í nefið eða með fljótandi augu) í staðin fyrir þessa sem ég hef haft af láni.  En þá datt allt út.  Jæja, ekki það að mynd af mér sé einhver stórkostleg opinberun en þar sem ég er ekkert að fara að snúa til baka í að hughreysta viðkvæmar sálir, get ég alveg eins gert mig sýnilegan.  Enda er ég þannig fífl að ég skammast mín aldrei fyrir neitt.  Verst að ég verð þá kannski að fara að passa hvað ég segi, svona til þess að verða ekki laminn úti á götu fyrir eitthvað sem ég hef misst út úr mér á einu af þessum fjölmörgu augnablikum í lífi mínu þar sem ég hugsa ekki áður en ég tala/skrifa.  Reyni aftur á morgunn.  Ef ég nenni.

Hvað verður um mig?

Ég veit að ég er búinn að vera að úttala mig um þetta mál alltof lengi en mér datt allt í einu í hug þegar mér varð hugsað til þess að Jón sé að fara að tapa nokkrum fimmhundruðköllum:  Fyrst þeir krossfestu Krist, hvað gera þeir þá við ræfla eins og mig?

Ég er ekki reiður

Ég er ekki reiður út í Jón.  Ég er ekki reiður út í Brown.  Eða Davíð eða Björgólf eða Geir eða nokkurn lifandi mann.  Það er af því að ég er svo yfirvegaður og þroskaður maður að ekkert getur raskað ró minni eða komið mér úr jafnvægi.  Enda vanur því að vera alltaf í kreppu.  En ég verð þó að játa eitt.  Ég er örlítið pirraður, eða eiginlega smá reiður eða sjóðandi bullandi brjálaður út í það að ég er þess handviss um að enginn verður dreginn til ábyrgðar og að Jón og aðrir milljarðamæringar munu bara auðgast eftir þetta hrun.

mbl.is Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I hate Iceland

Ef leitar orðin tvö hate og Iceland eru sett inn á google.com, koma upp 1.980.000 síður.  Sem þýðir að rúmlega sex síður fullar af hatri í garð þessarar þjóðar eða einstaklinga frá henni, á hvert mannsbarn.  Það er talsvert mikið hatur á hendur svo fáum.  Maður getur eiginlega talað um tískubylgju.  Hvað er ,,inn" í dag - að hata Íslendinga.  Ef þetta heldur svona áfram verðum við komin á lista yfir tegund í útrýmingarhættu...

Þó verður sá varnagli að vera sleginn að þegar maður notar tvö leitarorð á google koma upp talsvert fleiri möguleikar en ella og hate og Iceland ekki endilega í samhengi.  Sé hinsvegar slegið inn I hate Iceland, fækkar síðunum niður í aðeins 440.000.  Mér léttir stórlega við það.  


Lagerstjóri og lyftarakarl

Ég er að hugsa um að horfa aftur á Silfur Egils þáttinn sem var í loftinu rétt áðan. Það gladdi mig að ef  Ragnar Jörundarson hefur rétt fyrir sér, verð ég löngu dauður þegar næsta kreppa ríður yfir og þarf því ekki að fá röð hjartaáfalla yfir eignamissi en í raun og veru langar mig bara til þess að horfa á Jón Ásgeir, svell kaldan lýsa því ítrekað yfir að hann bæri  nánast enga ábyrgð á því sem gerðist.   Og að hann ætti engar eignir nein staðar og væri tilbúinn til þess að vinna á lyftara.  Nú hef ég takmark í lífinu.  Að verða lagerstjóri og hafa Jón sem lyftarakarl hjá mér.  Og bossast með hann endalaust.  Draga af honum hverja einustu mínútu sem hann slórar, finna að öllu sem hann gerir, rétt sem rangt og senda hann heim ef ég kemst af því að hann hafi verið að sulla í einhverju brennivíni á Hótel 101, daginn fyrir vinnu...  Ég held að Jón Ásgeir og nokkrir fleiri séu glæpa menn af alveg áður óþekktri stærðargráðu og jafn vel þótt að það væri hægt að sanna á þá ásetning með gjörðum sínum og finna það fé sem þeir hafa skotið undan og falið, tæki það eflaust réttarkerfið tugi ára að undirbúa málssókn á hendur þeim.  Svo flóknir og viðamiklir virðast glæpir þeirra vera.  

Helvítis Íslendingar

Þetta hlýtur að vera Íslendingum að kenna.  Við hljótum að hafa grafið undan bönkunum þeirra með óreiðuhætti okkar.  Efnahagslega hryðjuverkið sem Íslendingar frömdu á Bretum, er núna að fara að ná hámarki.  Tveir bankar fallnir svona eins og turnarnir tveir í New York um árið.  Og fleiri munu hrynja og svo koll af kolli þangað til Bretland verður ein rjúkandi rúst með til heyrandi glundroða og örvæntingu.  Nú fá Bretar að kynnast því hvernig það er að vera Íslendingur og við Íslendingar fáum eflaust yfir okkur enn verri holskeflu af hatri en í síðustu viku.  

mbl.is Breskir bankar yfirteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband