Færsluflokkur: Bloggar

Nú skal blásið til uppreisnar!

Þá stórkostlegu kvikmynd beitiskipið Potemkin sá ég fyrst einn þynnkulegan Laugadag í gamla MÍR-salnum sem ég man nú ekki alveg hvar varsökum þess að ég var með dökkgleraugu til þess að verjast sólarljósinu þegar ég slagaði þangað inn með báðum bestu vinum mínum þá.  Loksins gátum við séð þetta meistaraverk Sergei Eisenstein.  Sem gerist í uppreisn Svartahafsflota Rússa 1905.  Og biðum við sérstaklega spenntir eftir því að sjá hið fræga atriði í tröppunum í Oddessa sem Brian De Palma notfærði sér svo síðar í the Untouchables, þótt að það sé ekki jafn áhrifa mikið (enda ekki sami snillingur í notkun myndmáls og Eisenstein.  Enda til dæmsi atriðið í tröppunum eitt það ljóðrænasta og fegursta í kvikmyndasögunni.  En það var samt ekki það besta við myndina, heldur samtölin eða öllu heldur setningarnar sem birtust á milli atriða.  Þær voru oftast á þessa leið:  Til vopna félagar!  Bræður og systur stöndum saman!  Til vopnabúrsins!  Til smiðjunnar!  Til myllunnar!  Og á undan og eftir þessum texta var yfirleitt einhver standandi upp á stól eða tunnu að hvetja meðbræður sína til dáða og svo eftir textaspjaldið - múgurinn að hlaupa í átt að vopnabúrinu.  Eftir myndina fengum við ókeypis vodka og rúgbrauð.  Því gengum við brattari út en við komum.  Síðan hef ég oft átt góðar stundir með Eisenstein.  Og líka vodka og rúgbrauði.  Og fyrst að Stöð 2 hefur ekki sýnt samstöðu með bílstjórum og sýnt Beitiskipið Potemkin til þess að æsa uppí þeim byltingar andann (sem mundi færa þeim æsandi fréttir í margar vikur) ætla ég að slá nokkrar flugur í einu höggi núna.  Birta myndskeiðsbút úr þessari frábæru mynd en undir er lag sem er vinkonu minni kært en hún hefur mátt þola það undanfarna daga að ég staðfastlega neita að hitta hana af ótta við að smita hana af einhverjum af þeim sjúkdómum sem við sjóliðar í Svartahafsflota Rússa 1905 vorum með.  Sýfilis og berklar.


Ég mótmæli

Ég veit ekki hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi?  Hverju voru unglingarnir sem sátu á götunni að mótmæla?  Lélegum einkunnum?  Að ríkið eigi að gefa öllum framhaldsskólanemum bíl?  Eða vildu þau afnema fall úr skólum eða voru þau bara að vona að löggan kæmi út að leika með kylfur og skildi?  Með þessu áframhaldi fara rónarnir í Lækjagötu í setuverkfall og loka fyrir umferð í miðbænum.  Þeir munu mótmæla því hvað fólk er nískt við að gefa þeim sem lifa á því að betla.  Dósasafnarar gætu sturtað dósunum sínum á götur og heimtað að skilagjald yrði hækkað og 10% greitt ofan á hverja flösku og dós í formi orflofs.  Fólk skilur ekki að þeir sem safna dósum eiga aldrei frí.  Sjálfur get ég auðveldlega farið og mótmælt hinu og þessu: því að hafa misst 1% af hári mínu síðan ég varð þrítugur, það hlýtur að hafa verið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem lætur mig alltaf í erfið og ábyrgðarmikil störf.  Ég get líka mótmælt því að það sé ekki vip-röð í ríkinu eins og á skemmtistöðum, óþolandi að bíða í röð með illalyktandi gamla róna allt í kringum sig eða konur með grenjandi krakka!  Já, ég ætla sko að mótmæla um helgina! ég ætla að mótmæla því að hafa eytt fullt af árum í nám og vinnu bara til þess að fá svo leið á því.  Og sömuleiðis, þá ætla ég að mótmæla því ég skuli yfirhöfuð komast upp með það að vera ég - ár eftir ár eftir ár... 


Firrtur

Rakaði af mér næstum vikugamalt skegg og sá að undir því voru leifarnar af sjálfum mér.  Og nú ætla ég út og anda að mér fersku lofti og búa til brjálæðisleg og manísk plön fyrir kvöldið!  Svona: ég ætla að gera allt sem ég hef misstaf að gera á einum degi!  Þannig að ef lesendur sjá mann valhoppa á Laugaveginum með brjálæðisglampa í augunum þá er það ég...  Best að ég feli glampann með sólgleraugum.


Helgisögur

Ég held að þegar fram líða stundir munu þessi bílstjóramótmæli fá á sig ákveðin helgiblæ enda hafa þau allt til þess að bera.  Óánægður lítilmagni sem vill að fasísk stjórnvöld rétti að þeim ölmusur og rís svo upp þegar ekkert er að gert.  Og eins og tildæmis í rússnesku byltingunni byrja mótmælinn friðsamlega þangað til yfirvöldum finnst of mikið æpt og tuðað og sýna vald sitt í formi velvopnaðra legáta sem ryðja svæðið.  En hinir kúguðu láta sig ekki og koma alla veganna einu hefndarhöggi á fulltrúa stjórnvalda.  Og svo eru þarna svik, mönnum er afneitað og þeim varpað út á hafsauga.  Kannski að það sé strax komin valdatogstreita innann uppreisnarmanna?  Nú býð ég spenntur eftir því hvort að bílstjórahreyfingin klofni í tvennt?  Önnur mótmæli á Suðurlandsvegi, hin fylkingin stöðvar umferð á Reykjanesbraut.  Og loka þannig aðflutningsleiðum að Reykjavík svo allur almenningur fer að hamstra matvæli til þess að lifa þetta umsátur af.  Annars held ég að bílstjórarnir hefðu í frystalagi ekki átt að beina mótmælum sínum að Ríkinu heldur að bensínstöðvunum.  Og hóta því að hætta að kaupa skyndibita, kaffi og sígarettur hjá þeim nema þau mundu lækka bensínverð um tíkall!  Ég er vissum að þegar upp er staðið hefðu olíufélöginn ekki tímt að missa þann spón úr aski sínum, eflaust stór prósentusneið af veltukökunni þeirra.  Annars skil ég ekki þessi mótmæli og allra síst hversvegna fólk sem hefur ekki aldur til þess að keyra bíla tók þátt í þeim í gær?  Held að hér búi eitthvað meira undir?  Almenn óánægja með lífið og tilveruna, lélegt sjónvarpsefni, dýr bjór...?  En hvað veit ég?  Hef aldrei haft skoðanir á stjórnmálum eða skilið þau.

 


mbl.is Sturla: „Ekki á okkar ábyrgð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vakna inn í sumarið

Veturinn er víst liðinn.  Og ekki ætla ég að fella eitt tár vegna hans.  Og ég vaknaði við fuglasöng klukkan fimm í morgunn.  Stór hópur af fuglum tísti í kór hérna fyrir utan í svona hálftíma.  Og ég hlustað á þá á milli svefns og vöku og í huga mínum urðu til drög að ferðalögum um sveitir landsins.  Og ég hugsaði með mér að ég hefði aldrei sofið heila nótt undir berum himni.  Kannski læt ég það rætast í sumar? 


Þeir heilalausu

Alltaf eru það svo vanvitar og börn á gráusvæði sem fylgja svona ryskingum eftir til þess að geta sýnt í verki hvað kerfið hefur verið ,,vont" við það!  Enda hvað eru margir fullorðnir sem hafa tíma til þess að grýta eggjum og ráðast að lögreglu um miðjan dag í stað þess að sinna vinnu eða námi?  Þeir sem telja að kerfið hafa komið í veg fyrir að þeir fengu að njóta sín.  Og lögreglan er náttúrulega handbeini kerfisins.  Ætli þetta lið hafi hugmynd um út á hvað mótmæli bílstjóra snérust?

Ég vona að bílstjórar fari nú ekki að slást eða mótmæla hérna í miðbænum, nú standa víst yfir dimmiteringar með tilheyrandi drykkju og skrílslátum og ég er vissum að einhverjir fullir framhaldskólanemar mundi fara að snapa fæt við lögguna ef tækifæri byðist.  Og ekki mun ég hvílast við þau læti frekar en trommutaktinn sem er að halda mér í einhverskonar pólskumgeðklofatransi!


mbl.is Fleiri mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hræði börn

Þegar ég leit í spegil áðan sá ég Nostferatu úr mynd F.W. Murnau nema bara betur tenntan og með úfið hár.  Svartari baugar hafa ekki sést.  Svona hefur svefnleysi þriggja daga leikið mig grátt.  Ég gæti hæglega farið útnúna og hrætt bílstjóra til þess að hætta aðgerðum og jafnvel Pólverjana (sem eru aldir upp við hræðslu á vampírum eins og við á Grýlu) til þess að pakka saman og hverfa til síns heima.  Einnig gæti ég líka orðið frambærilegur sem leiðtogi í gothklíku eða jafnvel skrítnum nornasértrúarflokki.  Endalausir möguleikar í boði með svona útlit.  Ætla að njóta þess á meðan varir!


Plön í lok veikinda

Þar sem ég sé fram á það að vera orðinn fullfrískur og sprækur á morgunn er ég farinn að leggja drög að því hvernig ég ætla að verja tíma mínum eftir vinnu.  Eftir að hafa legið undir sæng í þrjá daga kemur að sjálfsögðu ekki til greina að vera heima jafnvel þótt að það kunni að bjóða heim hættunni að verða aftur veikur.  Trúi því ekki að mér slái niður ef ég passa mig að vera vel klæddur.  Ég er orðinn svo pirraður á því að vera hérna að allt fer orðið í taugarnar á mér og að sjálfsögðu mest ónefndir hávaðaseggir.  Reyndar sagði kona sem ég kannast við lítillega mér sögu af því þegar hún bjó úti í Póllandi.  Þá er það lenska karlmanna að fara á barinn klukkan 6 á morgnanna og fá sér tvo bjóra og fjóra snafsa fyrir vinnu.  Það er svo endurtekið í hádeginu og eftir að vinnu líkur algleymi og blakkátt!  Og miðað við það sem ég hef séð til nágranna minna og líka þeirra Pólverja sem hanga á Austurvelli um helgar og drekka þar og pissa á styttuna af Jóni Vestfirðingi, þá trúi ég öllu um þá. 

Er að hugsa um að reyna að draga stúlku með mér í einhverja vitleysu annað kvöld og ef hún er ekki game þá fer ég að horfa á Barcelona- Man.utd með einhverjum af þessum ógæfu vinum mínum.  En heima verð ég ekki, svo framalega að ég get staðið í báðar lappirnar og komist óstuddur út úr húsi! 


Hann lifði ekki Keith Richards!

Og auðvitað var partý á neðrihæðinni til klukkan 3.30 með tilheyrandi frumstæðum trommuslætti og ég svo veikur að á tímabili var ég að hugsa að skrifa á miða sem ætti að finnast á mér látnum og vera áletrun á legsteininn minn:  Hann lifði ekki Keith Richards! 

Ég er reyndar ekkert búinn að sofa, bæði vegna veikinda og svo er trommuslátturinn hafinn á ný en finn að hitinn er að lækka og ég að braggast.  Kemst eflaust til vinnu á morgunn og get þá að henni lokinni haldið áfram að misbjóða líkama mínum, löngu búinn að gleyma þessum dögum þegar mér fannst ég standa við dauðans dyr!

 


Malaría

Held að ég sé með malaríu þar sem ég svitna og fæ kuldaköst til skiptis og ég sem var nýbúinn að vera veikur?  Þetta er örugglega refsing fyrir það að byrla konum eitur og ulla á óþolandi bloggar?  Ég þoli ekki að vera veikur og liggja upp í rúmi, tíminn sniglast þá áfram og maður getur ekkert gert nema vorkennt sér eða gefist upp og dáið?  Kannski geri ég það bara?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband