Færsluflokkur: Bloggar
20.4.2008 | 16:30
Og ég datt...
Skokkaði og sá á ferð minni frægan bloggara ég ullaði á hann þegar ég var búinn að hlaupa framhjá honum og við það rak ég löppina í stein og datt framfyrir mig. Maður á víst ekki að ulla á fólk sem manni finnst fífl. Leið samt ekkert betur eftir skokkið, er með bullandi hausverk útaf mjög svo óheftri drykkju á léttvíni og bjór og með eitthvað sem gæti verið mórall yfir því að vera ég. Ætla að horfa á heimildarmynd um Jack Kerouac, kannski lumar sá löngu dauði bítnikur á einhverjum ráðum við timburmönnum og hugsýki? Vonandi enda ég samt ekki eins og hann - búandi heima hjá aldraðri móður sinni sem þrælaði í verksmiðju til þess að sjá honum fyrir drykkjupening?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.4.2008 | 14:55
Og ég hugsa... ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2008 | 14:15
Ennþá meiri biturleiki
Það eru margar færslur hjá mér sem hafa biturð í titlinum. Ég viðurkenni það. Í gær bauð ég stúlku í mat og það var annað hvort vínið, maturinn eða nærvera mín sem gerði það að verkum að hún fann til óþæginda og þurfti að leggja sig hjá mér. Ég hafði hugsað mér rómantískari leið til þess að fá hann upp í rúm í fyrsta sinn en að byrla henni ólyfjan. Á meðan hún svaf drakk ég allt of mikið og munnhjóst við blogglesendur. Það var hressandi.
Við fórum samt á Ölstofuna því að okkur datt ekkert annað í hug. Og hver var þar! Kona sem hefur aldrei viljað vera á þeim stað en tók upp á því núna um helgina að setjast þar að! Og hvar stóð hún, sem næst okkur! Og þegar við fórum út að reykja- hver var þar - jú þessi sama kona sem aldrei hefur reykt! Enda létum við okkur hverfa áður en ég fór að fá lauslega hluti í höfuðið. Ótrúlegt að fólk hafi taugar til þess að umgangast mig!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.4.2008 | 23:19
Bónorð
Bloggar | Breytt 20.4.2008 kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2008 | 18:52
Píanóið sem féll í hausinn á mér
Bloggar | Breytt 20.4.2008 kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (67)
19.4.2008 | 14:30
Biturleiki dagsins
Í nótt lenti ég í svo bitri reynslu að ég veit ekki hvort ég muni hafa orku til þess að blogga um það? En fyrrverandi eiginkona mín og fögur stúlka komu þar við sögu. Ótrúlegt hvað mörg píanó falla alltaf á sama höfuðið.
Bloggar | Breytt 20.4.2008 kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.4.2008 | 20:38
14 ár eftir
Miðað við það magn af áfengi og sígarettum sem ég hef innbyrt í gegnum ævina, þýðir þessi rannsókn fyrir mig að ég verð horfinn inn í þokuhulinn óráðsheim um fimmtugt. Og settur á stofnun þar sem ég verð skeindur og baðaður og látinn ganga í hringi í setustofunni eða jafnvel bundinn niður í stól, svo ég sé ekki að ráfa fyrir Pólverjunum sem sinna umönnun á svona stöðum. Jæja, það gæti verið verra? Maður verður bara að sætta sig við örlög sín og festast ekki í of mikilli svartsýni. Ég held ég fari út á barinn og skáli fyrir þessari rannsókn.
![]() |
Drykkja flýtir fyrir Alzheimer |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.4.2008 | 17:54
Eftirlegukind
Í gærkvöldi fór ég á Ölstofuna (eftir Gróttu) sem var svo stöppuð að fyrst hélt ég að verið væri að gefa ókeypis bjór en ekki selja hann síþyrstum. Og ég þekkti næstum annan hvern kjaft. Mikið af mínum bestu vinum voru þarna og eitthvað af þessum slöttólfum sem ég drekk stundum með í hallæri. Og gamall hippi með skökk gleraugu sem sagði stúlkunni sem ég var með að hún þyrfti andlitslyftingu. Sjálfur var hann ennþá undir áhrifum frá sýrunni sem hann droppaði haustið ´72 og fór að lokum að babla á ensku og horfa á ljósin. Alveg gjörsamlega búinn að gleyma því að hann ætlaði að heilla stúlkuna með orðfimi sinni og sögum af því þegar hann fékk að eiga hassmulninginn sem Led Zepelin hafði ekki lyst á að reykja. Það kvöld reisti hann sjálfum sér minnisvarða sem er stærri en sá sem stendur á Traflagartorgi. Þessi sami gaur hefur þann leiðinlega sið að hengja sig alltaf á mig þegar hann sér mig á þessari búllu. Og vill ræða við mig um heimspeki. Eins og hún er nú leiðinleg eftir að hafa kennt hana í ár. Nema Kierkegaard, mér hefur alltaf þótt vænt um hann en flestir svona snillingar sem eru útúrflippaðir á börunum hafa ekki þolinmæði í að hlusta á mig útskýra hans verk. Enda er fólk ekki komið á bari til þess að hlusta. Frekar að tala og góna á hitt kynið. Eða bara vera skrítinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 16:26
Stolið úr bréfi
Systir mín skrifaði:
... vafasamra kynvillinga sem struku úr sirkusnum einhver tíman á 19.öld...(sjá meðfylgjandi mynd...) eftir að hafa séð myndina af þessum unga herramanni hef ég ákveðið að klæðast aðeins svörtu og halda mig frá öllu sem gæti talist til of mikils einstaklingsstíls...því þetta er það sem gerist þegar þú gengur of langt og breytist í finnskan, dökkhærðan Galliano klæddan í Westwood frá toppi til táar.....Guði sé lof kæri bróðir að idolin okkar séu þunglyndir popparar en ekki listafaggar á slæmu sýrutryppi...
Svo snéri hún sér að öðrum málum og endaði bréfið á: (Þú veist að ef við værum uppi á öðrum tíma íslandsögunnar þá væri löngu búið að brenna okkur inni eða höggva niður með exi. Nema ég hefði nú kannski sloppið með drekkingu. Og heldur að einhver hefði nennt að hefna okkar? Fjölskyldan hefði verið friðuð með nokkrum ræfilslegum öldruðum vinnumönnum og mögulega nokkrum aurum....)
Jamm, þetta hljómar eins og við tvö höfum hagað okkur eins og glæpamenn og farið ránshendi um landið og höggið niður þroskahefta niðursetninga og brennt inni ekkjur. En þó er ekki svo. Held að hún hafi verið að vísa til eins eða tveggja stolinna hjarta sem við höfum gerst sek um að skila ekki eigandanum aftur. Æji, fólk ætti að klæða sig eins og fífl og láta hitt kynið í friði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2008 | 16:02
Vorganga
Í gærkvöldi fór ég í gönguferð í gegnum allan vesturbæinn og út á Gróttu. Þar vaka fuglar undir gráum himni og við settumst niður og drukkum smá púrtvín og ég hugsaði með mér að það væri eflaust rómantískt að lesa ljóð fyrir stúlkuna og úfið hafið. En við sátum bara og þögðum og fuglarnir hljóðnuðu og brimið stilltist og hún krækti handleggnum um handlegg minn og hallaði sér að mér og lygndi aftur augum. Og snæfellsjökull hvarf í móðu en önnur fjöll stækkuðu handan hafsins. Og við stóðum á fætur og hún sagði eitthvað um bjartar nætur og dimmar nætur og sumar nætur og tók um hönd mína og við leiddumst til baka, í áttina að borginni og ljósunum sem voru að kvikna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)