Færsluflokkur: Bloggar
15.4.2008 | 14:26
Og ég reis upp frá dauðum
Það var hringt í mig og ég truflaður í veikindum mínum (berklar, svartidauði og ebóla) og beðinn um að sækja tvenn jakkaföt í hreinsun en þessa leppa hafði ég átt þar í einhverjar vikur. Ég stóð upp af dánarbeði mínu og hélt þungstígur og hóstandi blóði út. Uppgötvaði um leið og ég var búinn að ganga tuttugu metra að drepsóttirnar hurfu eins og klisjan dögg fyrir sólu mundi lýsa. Og allt í einu langaði mig ekki til þess að fara heim og liggja uppi í rúmi eða sófa eins og slytti heldur sportast um í þessu ágæta veðri. Neyddi mig til þess að fara heim, það er ekkert jafn hallærislegt og veikur maður sem sést svo dóla sér um bæinn. Fúlt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.4.2008 | 00:35
Does snuff exist?
Var að horfa á heimildarmynd með sama titli og yfirskrift þessarar færslu sem veltir því fyrir sér hvort að það hafa raunverulega verið gerðar snuffmyndir (þar sem fólk er pyndað og drepið í alvörunni fyrir framan kvikmyndavélarnar) eða hvort það séu eintómar flökkusögur? Og þar sem ég hef alltaf haft áhuga á myrkustu hliðum mannsálarinnar horfði ég með athygli. Góð mynd og allt það og svaraði auðvitað færri spurningum en hún vakti upp eins og góðar heimildamyndir eiga að gera en... ég hef nú séð margt og kippi mér upp við fátt sem maður sér í bíó en þessi heimildarmynd var á köflum þannig að fullvaxinn maður sem nánast daglega heyrir eða les um svo ljóta hluti að það kæmi ömmu minni til þess að leggjast í rúmið og gráta í viku, ef ég segði henni upp og ofan af því sem ég verð stundum vitni að, var næstum farinn að halda fyrir augun af viðbjóði.
Sjálfur er ég vissum að myndir þar sem fólk er limlest og drepið í alvörunni hafi verið gerðar og jafnvel dreift. Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið sjúkt og haft óbeislaðar myrkrahvatir. Nægir að nefna manninn sem auglýsti eftir einhverjum sem vildi láta drepa sig og éta. Og fékk svar. Það vantaði bara að hann tæki það upp og setti í dreifingu, til dæmis á youtube.com? Eða bara á bloggið sitt...
Ætli heimurinn sé alltaf að verða sjúkari og sjúkari eða er það bara orðið þannig að þetta upplýsingasamfélag dælir yfir manni óæskilegum fréttum og heldur manni á nálum yfir því að siðmenninginn sé að hruni komin og það fari að líða að þeim tíma að maður byrgi sig upp af dósamat og vopnum og loki sig af í einhverjum kjallaranum meðan Ragnarök ríða yfir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.4.2008 | 22:25
Loforð, loforð...
Lofaði vini mínum að kíkja með honum út á miðvikudagskvöldið og sökum þess að ég heyri varla né sé vegna kvefs, var ég búinn að gleyma ,,ekkiábarinníapríl" loforðinu sem ég gaf sjálfum mér. Arrrg! Eitt hliðarspor frá því sýnir nú bara að ég er mannlegur?
Ætla að hringja í bróðir minn og reyna að finna tíma til þess að hitta hann í vikunni og borða með honum. Fórum reyndar saman í gær til foreldra okkar í mat (kona hans og dóttir á Akureyri) og auðvitað þurfti mamma að segja: þurfið þið alltaf að vera svartklæddir? Er ekki kominn tími til þess að fullorðnir menn klippi sig örlítið snyrtilegra, hvers vegna eru þið svona horaðir? Ég sagði móðir okkar að svona spurningar ætti hún að nota á barnabörnin en ekki okkur. Til þess hefðum við eignast börn til þess að sleppa við svona ömmu spurningar! Henni var ekki skemmt og sagði okkur að éta, sjálf ætlaði hún að leggjast fyrir og ég hugsaði með mér: loksins er þetta eins og heimili í leikriti, mamma er að óverdósa af morfíninnu sem hún andar að sér að læknisráði! Mundi svo að ég var ekki staddur á 19.öldinni og fínar frúr hættar að vera háðar fljótandi morfíni og mamma bara með flensu. Pabbi hafði eldað og ekkert út á það að setja. Svo þegar við bræður kvöddumst gleymdum við að fastmælast um dagsetningu. Við hittumst alltof sjaldan tveir einir utan heimilis foreldra minn eftir að hann fór í fasta vinnu uppi í Árbæ eða sveit eða hvar svo sem hann hefur horn til þess að teikna í? Best að reyna að bæta úr því meðan við þekkjum hvorn annan ennþá í sjón.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 16:48
Burt með Pólverjana... ?
Samkvæmt DV í dag þá er þessi grunaði einstaklingur ekki neinn sunnudagsskólapiltur heldur mafíukall af verstu gerð sem á víst að hafa bútað mann niður með sveðju auk þess að vera grunaður um aðild að öðrum morðum og ofbeldisglæpum í heimalandi sínu. Þá segir sama heimild að hann hafi um sig 7 manna hóp sem sé vísir að Pólskri mafíu eða útibúi frá einhverri mafíu í Póllandi hér. Sem betur fer er DV ekki áræðanlegasta heimild í heimi og kunna jafnvel að gera of mikið úr þessum sögum. En nú vill svo til að á hæðinni fyrir neðan mig búa tveir dansóðir Pólverjar eins og stundum hefur verið minnst á á þessu bloggi. Og með að því að ég held með mjög svo greiðann aðgang að fíkniefnum (eftirpartý byrjar fimm um nótt og lýkur upp úr fjögur daginn eftir, til þess svo að byrja aftur um sjö) og virðast ekki vinna neitt voðalega mikið. Þeir fara alla veganna ekki út um leið og ég og oft þegar ég er að koma heim og rekst á þá eða annan þeirra á stigapallinum, eru þeir frekar syfjulegir enda dansandi fram til tvö flesta virka daga. (Nema þeir sofi við þennan fjandans hávaða). Og grunar mig þessa pilta að hafa tekjur sínar af því að selja eitthvað sem örvar dansþyrstafætur. Þessi piltar auk þessa meinta sveðjumorðingja, mannanna sem frömdu húsbrot í Keilufelli, og mannanna tveggja sem vinkona mín sá berja róna í götuna því að hann bað þá um pening (þeir voru jafnvel grunaðir um að vera títtnefndir nágrannar mínir af henni) auka ekki líkurnar á því að Pólverjar setjist hér að án þess að vandræðaseggjastimpillinn festist á þeim. Hvort sem það sé vegna þess að með öllum þeim fjölda Pólverja sem flutt hefur hingað undan farin misseri, flækist meira af svörtum sauðum en með öðrum útlendingahópum sem hér hafa sest að eða vegna þess að fjölmiðlar eða einstaklingar innann þeirra, leggja meira uppúr því að þjóðgreina Pólverjana en til dæmis Litháa?
Og það sem mér sýnist vera að gerast (án þess að beita til þess vísindalegum rannsóknar aðferðum) er það að óþol gagnvart Pólverjum verður sífellt meira og meira. Fólk ræðir meira um það hvernig þeir fara hávaðasamir í flokkum niður Laugaveginn, oft með drykki í höndum, að þeir séu ruddalegir og frekir í búðum og á skemmtistöðum. Að þeir gangi illa um (og hér veit ég upp á mig sökina) haldi vöku fyrir nágrönnum sínum með endalausum partýum, séu svalandi fýsnum sínum á kvenfólki með valdbeitingu og svo frameftir götunum. OG þetta verður til þess að stór hópur af duglegu og iðnu fólki, sem eflaust hefur aldrei gert flugu mein, verður fyrir barðinu á pirring og óþolinmæði sem með tíð og tíma mun snúast upp í hatur. Og brátt verða slagorð eins og: burt með Pólverjana! Máluð á veggi hjallann sem þeir leigja á Hverfisgötunni.
Svo finna þessir ræflar fyrir því að allir líta niður á þá, þeir eru niðurlægðir og hæddir á vinnustöðunum og hvað gera þeir á leiðinni heim með viðkomu í ríkinu? Skalla í götuna vesælan róna sem biður um bjór, því að þannig tekst þeim að halda sér ekki neðstum í goggunarröðinni, heldur næst neðstum.
Ég ætla ekki að trúa því að meirihluti Pólverja á Íslandi séu eins og nágrannar mínir og sveðju morðinginn. Ég held frekar að óábyrgur fréttaflutningu sé að ýta undir almenna fyrirlitningu og hatur á Pólverjum hér á landi. Ég tel mig hafa rétt á því að vera reiður og pirraður á kvöldin og um helgar út í helvítisfíflin á neðrihæðinni en ég læt það ekki lita skoðanir mína rá nokkur þúsund öðrum Pólverjum. Og ef þessir gaura á hæðinni fyrir neðan væru Íslendingar, þá mundi ég eflaust standa í meira stríði við þá og fyrirlíta þá enn meira. Það er svo erfitt að vera mjög reiður út í menn með fljótandi augu sem yppa öxlum og stynja upp þvoglumæltir: ædonttalkverígúdenglís!
![]() |
Pólverjar hafa áhyggjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.4.2008 | 16:15
Flensa og nördafræði
Er kominn heim og drekk panodilhot eins og róni fótaspritt. Ætla að eyða því sem eftir lifir dags og kvöldinu í að horfa á heimildarmyndir helst um samsæriskenningar. Ég viðurkenni að ég er sökker fyrir þeirri hugmynd um að geimverur hafi startað lífinu á jörðinni, að á svæði 51 í eyðimörk Nevada séu geymdar leifar af geimverum, að Titanicslysið hafi ekki verið tilviljun, að frímúrarar svolgri í sig víni úr hinum heilaga kaleik, að allt sem muni gerast í framtíðinni sé skráð með óljósum hætti í Biblíunni! En ég gleypi samt bara við þessum kenningum svona einn til tvo daga í viku. Hina dagana er ég frekar vísindalega sinnaður.
Er búinn að gefast upp á að reyna að horfa á venjulegar kvikmyndir eftir að ég heyrði Johnny Depp syngja í nótt. Það fór ekki vel í byrjunina á flensunni og var jafnvel til þess að auka hana. Gefst meira að segja upp á þessari mynd, Sweeney Todd, þrátt fyrir að vera eftir minn uppáhaldsleikstjóra og skarta auk áðurnefnds Depp, Alan Rickman sem er goð á þessu heimili. Á kannski bara svona erfitt með að horfa upp á þá í söngleik. Finnst samt söngleikir algjört snilld og sérstaklega Hello Dolly frá 1969 en þar hóf Walter Matthau upp raust sína með jafnvel verri afleiðingum en Depp. Samt snilldar mynd. Geri kannski aðra tilraun í kvöld eða nótt til þess að klára rakaramyndina?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.4.2008 | 14:31
Samsæriskenning
Vorkvefið komið og ástæðan sennilega skokk í snjókomu i gær. Er að hugsa um að fara snemma heim og undir sæng. Get snýtt mér yfir heimildarmynd um samsæri gyðinga um að leggja undir sig heiminn og hversvegna 4000 gyðingar mættu ekki til vinnu í Tvíburaturnanna 11. september. Ótrúlegt hvað fólk nennir að leggja á sig til þess að búa til samsæriskenningar? Held að kvef sé samsæri þeirra sem stýra efnahagskerfinu til þess að halda stórri prósentu heima. Yfirleitt fólki sem er hvort eða er bara fyrir í vinnunni? Ég ætti kannski að stofna og halda úti heimasíðu um þessa kenningu mína?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2008 | 21:53
Hugrekki
Á maður að leggja í það þrekvirki að horfa á mynd sem heitir Jesus Christ Vampire hunter? Eða ætli sú mynd sé bara tímaeyðsla? Og að hugsanlega hafi hún líka verið sóun á mannauð og fjármagni? En titilinn lætur mig ekki í frið. Verð að sjá alla veganna fyrstu tíu mínúturnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2008 | 12:01
Kerrustrákurinn ég
Búinn að fara út og skokka og kaupa í hádegismatinn fyrir okkur feðga. Er samt frekar svefnlaus eftir djamm á þeim í neðra fram undir morgunn. Hefði alveg eins getað farið sjálfur og drukkið mig á hvolf. Nema að þá væri ég kannski smá timbraður? Ætla jafnvel að vísitera ættingja ef vel liggur á mér seinni partinn.
Dreymdi í nótt að ég væri kerrustrákur í Bónus. Yfirmaður minn var andlega fatlaður og sagði oft við mig: við gerum úr þér góðan kerrustrák en það mun taka tíma, hrissti svo hausinn yfir kunnáttuleysi mínu við að raða kerrum og gekk hægt í burtu. Ég fann að ég átti ekki framtíðina fyrir mér í því starfi. Vaknaði upp við teknótakt. Held að þessi taktur forheimski drauma mína sem og vökulíf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2008 | 01:08
Og það braust út party!
Einmitt þegar ég hélt að ég gæti horft á dvd eða lesið bók í frið og ró heyri ég í syngjandi glyðrum (eitthvað sem gæti verið: you are my angle, you are my love?) og allt er blastaði í botn. Ég þori að veðja að þetta partý er að byrja núna af því að Pólverjum er allstaðar meinaður aðgangur að börum og skemmtistöðum. Og ég fæ að gjalda fyrir það. Ég sem var að hugsa um að horfa á Eastern promises en meika hana ekki núna (enda búinn að sjá hana í bíó) ég er svo hræddur um að mér verði óglatt ef ég heyri ensku með austurevrópskum hreim!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 21:36
Samskipti
Drengurinn farinn en kemur aftur á morgunn ef hann verður þá ekki vélaður af einhverjum vinum sínum til þess að sitja og hlusta á þunglyndislega tónlist og andvarpa yfir því að engar stelpur vilji þá þótt að þeir séu í níðþröngum gallabuxum og bolum með mynd af Megasi framan á. Er svolítið að endurupplifa eigin táningakrísu í gegnum erfingjann og hef mjög gaman af. Sérstaklega þegar hann spurði mig áður en hann fór hvenær ég hefði fyrst orðið skotinn í stelpu? Ekki fyrr en ég hitti mömmu þína laug ég! Þú lýgur því, þú varst orðinn tuttugu ára, það getur ekki verið! Humm, tuldraði ég, kannski í einni þegar ég var átján ára? Drengurinn hló. Held að minnið sé farið að gefa sig pápi gamli (það kallar hann mig þegar hann vill vera fyndinn) þú hlýtur að hafa verið skotinn ís telpu fyrr? Ég hugsaði mig um og fattaði það að ég var ekkert að ljúga að drengnum? Stundum þótti mér stelpur sætar fram að tvítugu en ég fékk aldrei neina þeirra á heilan. Engin þeirra rændi mig svefni og matarlyst. Og ekki einu sinni móðir hans. Það var ekki fyrr en ég var orðinn ,,fullorðinn" að konum tókst að fokka eitthvað upp í hausnum á mér. Og ég reyndi að sannfæra drenginn um það að ég hefði verið seinn til kvenna. Og hans varaði ég ætla ekki að gifta mig fyrr en eftir þrítugt, þangað til ætla ég bara að búa hjá þér! Mér svelgdist á. Og sagði honum að svona hótanir liði ég ekki. Ég mundi kaupa handa honum konu úr katalóg ef hann yrði ekki farinn að heiman að sjálfsdáðum 22 ára. Svo skottaðist hann upp í þingholtin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)