Að skemmta öðrum

Mér hefur verið skipað að hætta að blogga eða lesa helvítið hann Thor og gerast skemmtikraftur á heimilinu.  Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að skemmta?  Kannski joggla með nokkrum rauðvínsflöskum?  Það er hætt við því að það færi illa og allt yrði úti í glerbrotum?  Og ekki get ég farið með gamanmál.  Í því er ég hundónýtur.  Ég kann ekki að dansa, ég er tapsár í spilum, vonlaus í feluleik, meira að segja frúin í Hamborg er mér ofviða.  Og ekki get ég kallað keðjureykingar leik?  Djöfull sé ég fram á leiðinlegt kvöld vegna þessarar pressu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Hvað áttu eiginlega mikið af rauðvíni. Annars þarf ég að skora á þig. Næst þegar þú setur inn athugsemd hjá mér, þá ætla ég að fá mér bjór og röfla svo við þig í athugasemdum þar til við náum svona 50. Það verður gáfulegt.

ÞJÓÐARSÁLIN, 17.10.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Kreppumaður

Öll kvöld eru til þess fallinn Þorlákur Helgi af Íslandi.  Hér kemur rauðvín úr krönum og sambýliskona mín gerir til mín kröfur sem ég stend ekki undir.  Hef ég þó margt oft bent á þig sem hina bestu skemmtun.  Verst fyrir þig því að ég fékk að heyra það í dag (þegar ég átti að fara út í búð) að ég væri svo mikil mannleysa að ég héldi framhjá með gulum karlkyns broskarli.  Ástandið getur ekki orðið verra...

Kreppumaður, 17.10.2008 kl. 21:54

3 identicon

úff er allt að leysast upp í vitleysu hér.........

Reyndu nú að slíta þig frá gula broskallinum og skemmta verðandi frú Kreppu eins og eina kvöldstund, hefur heyrst að þú sért nokkuð liðtækur í rómantískum gönguferðum.......annars gæti farið svo að þú yrðir gerður upptækur af blogginu og það viljum við ekki! 

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 09:18

4 Smámynd: Kreppumaður

Ég var ágætur í gær.  Það var alla veganna hægt að spila við mig Ólsen...

Kreppumaður, 18.10.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband