Öldungar flugust á

Þetta gæti nú verið frétt frá Íslandi.  Gamalmenni fljúgast á vegna landamerkinga.  Eru Íslendingasögurnar ekki uppfullar af svona sögum?  Aldraðar kerlingar senda þræla til drápa vegna skurða sem grafin var tveimur metrum of langt inn á land þeirra.  Eða vegna þess að rolla ranglaði upp á hól sem var þeirra.  Og vopnin svipuð, bitlaus sverð og pákur í stað ryðgaðrar skóflu eins og í þessari frétt.  Og auðvitað voru allir saklausir eins og kerlingin gólaði þegar hún var dregin á brott til þess að mæta örlögum sínum.  Ég veit ekki betur en Bergþóra á Bergþórshvoli hafi verið alsaklaus af öllu nema því að eiga þrjóska og morðóða syni?  Mér hefur alltaf þótt vænt um þann sið Íslendinga að rífast yfir landspildum.  Það eru líka einu verðmætin sem eru eftir í þessu landi.  Grjót og moldabörð og einstaka snævadrifinn hóll.  Og um að gera að vernda það með ofbeldi ef mikið liggur við.

mbl.is Eldri borgari dæmdur í hálfs árs fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og nú er snævidrifinn hóllinn orðinn blóðidrifinn og sjónmengun mikil, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 12:13

2 Smámynd: Kreppumaður

Engin sjónmengun.  Bara Íslenskt landslag.  Á það ekki að vera aðeins rautt?

Kreppumaður, 21.10.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband