Brenna öll gögn

Ég hélt að menn að gömlum sið færu með trúnaðarpappíra út i garð og kveiktu bara í hrúgunni.  Það gafst stjórnendum Þriðja ríkisins vel þegar hrun blasti við enda tókst þeim þannig að svíkja sagnfræðinga um ótrúlegt magn af upplýsingum og draga úr skaðanum og dómum sögunnar yfir sér.  Ef þeim hefði ekki tekist að brenna milljónir eftir milljónir af sönnunargögnum gegn sjálfum sér hefðu hundruð bóka til viðbóta um illsku Nasista verið skrifaðar.  Legg til að auðmenn og stjórnmálamenn á Íslandi laumist út í hauströkkrið og kveiki í viðkvæmum upplýsingum.  Það losar þá við nauðsynleg sönnunargögn sem annars kynnu að lenda í höndum óvandaðra fréttamann og verið birtir alþjóð, auk þess sem stór bál úti í fallegum görðum setja fallegan svip á Reykjavík, sérstaklega ef það færi nú að snjóa.

mbl.is Eyða trúnaðargögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Esjan orðin hvít og nú bíð ég bara eftir bálkesti.......það verður þá allavega heitt á meðan!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Kreppumaður

Og dálítið svona eins og um áramót...

Kreppumaður, 20.10.2008 kl. 16:24

3 identicon

já og allir eitthvað svo glaðir.......

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:28

4 Smámynd: Kreppumaður

Svona á lífið að vera!!!

Kreppumaður, 20.10.2008 kl. 16:33

5 identicon

Held samt að við séum í vitlausum kafla.........eða hvað?

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:37

6 Smámynd: Kreppumaður

Nei, við vorum í honum.  Svona ástand hentar okkur betur.  Vesæld og volæði.  Það þekkjum við best.  Húrra fyrir því.

Kreppumaður, 20.10.2008 kl. 16:39

7 identicon

Svo voru nokkrir þeirra svo veruleikafirrtir, S.S. Göring, að halda að þeirra væri þörf við uppbygginguna eftir stríðið. Reyndar virðist það sama vera uppi á teningnum hjá okkur núna, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 17:14

8 Smámynd: Kreppumaður

Göring er nú ekki svo ólíkur Davíð á velli.  Stór og svona.  Og heldur að hann sé ómissandi.  Og efast ekki um hæfni sína til þess að stjórna.  Algjör tímaskekkja.

Kreppumaður, 20.10.2008 kl. 17:18

9 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Kveikjum eld, kveikjum eld.

Kátt hann brennur.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 21:07

10 Smámynd: Kreppumaður

Svo þú ert líka skáti Lárus?

Kreppumaður, 20.10.2008 kl. 22:04

11 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Kært barn hefur marga titla :)

Lárus Gabríel Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband