21.10.2008 | 15:26
Vér mótmælum allir
Einhver svartsýnisseggurinn sem ég þekki og var að tala við í síma rétt áðan spáði því að um jól yrðu 9000 manns atvinnulausir. Þessa spá sína byggði hann á viðtölum við atvinnurekendur sem allir væru við sama heygarðshornið, að sparka fólki heim og byggjust við hinu versta. Jafnvel að þurfa sjálfir að standa í röð niður á Atvinnuleysistryggingastofnun (eða hvað hún heitir) með stimpilkort í hönd, takandi á móti smá aurum sem varla duga til framfærslu. Ég ætla að vona að þessi spá rætist samt ekki. En ef svo er þá mæli ég með því að þessar níu þúsundir standi fyrir framan Alþingishúsið og mótmæli dag hvern. Það ætti að hafa eitthvað að segja.
Rúmlega 3.700 á atvinnuleysisskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég neyddist til að fara í gær og skrá mig atvinnulausann í fyrsta sinn í rúm 15 ár.
Vinnumálastofnun var troðinn af ungu fólki og minti helst á félagsheimli mentaskóla.
Þar sem ég hef verið sjálfstæður og get ekki gert upp skattinn var mér tjáð að ég væri réttindarlaus og yrði þó að skrá mig, og fara svo á félagsmálastofnun.
þetta er glæsilegt, bara fyrir rumum 3 vikum var maður loksins að sjá frammur enhverju og núna ? mar bara veit það ekki.
Johann Trast Palmason, 21.10.2008 kl. 17:14
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 18:27
Úfffff...........
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 20:37
Jóhann. Mikið þykir mér þetta leitt að heyra, þú átt samúð mína alla. Og ég veit að féló réttir þér tæpar 100þús á mánuði sem er bara brandari og eiginlega móðgun.
Kreppumaður, 21.10.2008 kl. 21:49
Ég hef bara áhyggjur fram til klukkan sex á daginn Guðmundur. Eftir það snýst lífið meira og minna um óminni...
Kreppumaður, 21.10.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.